Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 48
48
verða Lyngdalsheiði og um Gjábakkahraun til Þingvalla. Þessí veg-
ur er enn tíðkaður. En út af honum liggur annar vegur, sem nú
er aflagður fyrir löngu. Hann er kallaður SJcálholtsmannavegur.
Hann hefst nálægt Stangarlæk, sem er milli Mosfellsfjalls og Neðra-
Apavatns, liggur til norð-vesturs yfir í Lyngdal, þá sunnan undir
Hrólfshólum vestur í Hrólfsdal (sem hvorutveggja er sunnan í Lyng-
dalsheiði), þá vestur að norður horni Búrfellsfjalls og norðan undir
þvi og kemur að Soginu þar, sem það fellur í Úlfljótsvatn. Sér enn
glögt til þessa vegar alstaðar þar, sem hann er ógrafinn og óblásinn.
Eru þar víða mjög margar götur og djúpar, en þó grónar að mestu.
Framhald þessa vegar liggur út yfir Graíninginn milli Villingavatns
og Ölfusvatns; er hann víða glöggur í Ölfusvatnsvelli. Svo liggur
hann suður á fjall, þar sem heitir »Milli hrauns og hlíðar«, og
ofan á Bolavelli um Hellisskarð. Sú er sögn um þennan veg, að
Skálholts vinnumenn, þeir er fluttu aðdrætti til staðarins frá Faxa-
flóa, Suðurnesjum og Grindavík, hafi ávalt farið hann, og átt því
flutning yfii' Sogið frá Kaldárhöfða. Fyrir sunnan skiftust vegir
þeirra nálægt Elliðavatni. Grindavíkurleið lá fram með Undirhlíð-
um til þjóðvegarins í Krýsivíkurhálsum, en aðrar leiðir lágu svo, sem
enn tíðkast. Er sagt að sömu menn hafi haft alla þessa flutninga á
hendi það og það sumarið; hafi þeir farið «selflutning», sem kallað
er, austur að Soginu, flutt farangurinn austur yflr og borið hann i
geymsluhús, sem staðurinn átti þar austanmegin ferjustaðarins. Sér
enn rúst þess. Svo hafi þeir jafn harðan farið aftur suður yflr fjall,
og haldið þannig áfram hverja ferðina eftir aðra, þar til allir að-
drættir voru komnir í gevmsluhúsið. Þaðan voru föngin flutt heím
og þá farinn Skálholtsmannavegur, sem hér að framan er skýrt frá.
Það er athugavert við þessa sögu, að eigi sér til vegarins frá ferju-
staðnum út eftir Dráttarhlíð. Eftir henni liggur að eins mjór og
ógreiður stígur, sem tæplega getur taiist klyfjafær, eins og nú er.
Rauoar getur verið, að þar hafi verið betra áður. En vatnið er líka
grunt með landinu undir hliðinni og oft riðið. Má vera þeir hafl
farið þar, einkum hafi það verið enn grynnra áður, sem vel getur
verið. Menn voru og ekki mjög vegvandir fyrrum; það tjáði ekki.
Svo að sögnin getur, fyrir þessu, verið á rökum bygð, eins og veg-
urinn bendir til.
Munkagerði.
I túninu á Vatnsleysu i Biskupstungum er fornleg girðing, sem
heitir Munkagerði. í henni er tóft, 20 feta löng og 10 feta breið,