Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Síða 54
54
getur. Ræfurhvelflngarnar i'ara lækkandi utar eí'tir, og' er eigi
manngengt undir þær framan-vert. En svo mun eigi hafa verið
fyrrum. Hellirinn hefir nfl. í langan aldur verið notaður sem beit-
arhús, en sú kredda fylgt, að aldrei mætti moká hann út. Er sauða-
taðslagið á gólfinu þvi orðið afar þykkt og hæð hans þeim mun
minni. Nú er hann eigi notaður lengur.
1. Þómnúpshellir er sunnan í rana þeim, er gengur suð-vestur
af Vatnsdalsfjalli fyrir neðan Rjúpubotna. Ur þeim kemur Þóru-
núpslækur, — sem neðar heitir Hvolslækur og enn neðar Grarðs-
aukalækur. — Hellirinn er í grasbrekku við lækinn góðum kipp
fyrir neðan bæinn. Bergtegundin, sem hellirinn er höggvinn í, sést
þar víða með læknum. Það er svartbrún móhella með blágrýtis-
eitlum. Þeir eru að jafnaði stærri en baun, kúlulagaðir og liggja
í lögum Þessi bergtegund er auðunnust af þeim fjórum, en er þó
harðari en venjuleg móhella. Eiginlega eru hellarnir tveir og göng
i milli. Vesturhellirinn er miklu stærri: nál. 35 al. langur og 53/4
al. víður að innanverðu, en mjókkar utar eftir. A hæð er hann að
eins manngengur og þó tæplega það inst. En þykk taðskán er á
gólfinu. Gafieríinnri enda, nokkurn veginn þverbeinn upp og nið-
ur. Ræfrið er hvelfing, sem beygist jafnt ofan að gólfi, svo vegg-
ir eru eiginlega engir. Hellirinn smámjókkar fram og verða fremst
dyr af sjálfu sér. En þó hafa útidyrnar' verið hlaðnar. — Svo er
á öllum hellunum. — Nál. 6 al. fyrir innan dyrnar eru göngin i
austurhellinn. Þau eru 3 al. löng, 13/4 al. víð og tæplega 2 al. há.
En það er líka skán i þeim. Austurhellirinn er rúml. 4 al. á hvern
veg, hefir þverbeina veggi og ræfrið hvelft utan með, en miðjan
gengur upp í víðan stromp, sem mjókkar upp eftir. Að framan er
ekkert berg, en lokað fyrir með þykkri hleðslu, -— nema hvað þar
kann að hafa verið gluggi. Nú er hleðslan svo niður sigin, að glufa
er fvrir ofan, og má smeygja sér þar inn. Enda er það eini inn-
gangurinn, sem hellirinn liefir nú, því dyrahleðslan á vesturhellin-
um er svo gjörsamlega fallin saman, að þar sjást engin merki
mannaverka, nema vel sé að gætt. Því veldur það, að nokkuð er
langt síðan híett va.r að nota hann fyrir fjárhús og austurhellinn
sem licylilöðu. Svo segja munnmæli, að áður en bær var gjör að
Þórunúpi, hafi Sámsstaðamenn átt landið þar, sem hellirinn er, haft
þar selför og notað hellinn fyrir sel. Það gæti nú satt verið, þó
að liellirinn væri eldri en íslands bygging En satt að segja mundi
þessi hellir eigi liafa vakið þá hugmynd hjá mér, ef hinir hefðu
eigi gjört það öllu frpmur. En með þeim sýnist mér að hann eigi
að fylgja.