Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Side 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Side 55
55 4. Efrahvolshdlir er neðstur af þessum 4 hellum. Þar fyrir innan bæinn gengur klettabrún að læknuin, og er hellirinn höggv- inn í hana. Bergið er enn móhella, og þó óvenju-hörð, næstum sem þursaberg. Hún er dökk-móleit að lit. Eitlar eru í henni marg- ir og stórir, sumir litlu minni en hleðslusteinar. Þeir eru sumir hornóttir, en sumir meira eða minna sorfnir utan Þetta berg er því ílt að vinna. Hellirinn er nál. 18 al. langur, 5 al. víður og vel 3 al. hár. Hvelfingarmyndun er á ræfri hans og svo fallega mynd- uð, sem hinir stóru eitlar framast leyfðu. Eigi hefir hann afhelli. En fáum föðmum neðar er annar, minni hellir. Hann gat eg eigi skoðað, því að hey var í honum. Hinn er hafður fyrir fjárhús. Skamt fyrir neðan liellana hefir lækurinn einhvern tíma á löngu liðnum öldum grafið stóran krók út í vestur-bakka sinn. Þar er nú gróinn grashvarmur. Hann heitir Iráhvammur. Sú sögn er um hann, að þar liafi verið dysjaðir írskir menn, sem fornmenn hafa drepið. Eigi sjást þess nú ncin merki, enda er auðséð, að lækurinn ber aur inn í hvamminn i leysingum. Nokkrum spöl fyrir ofan hellinn, liér um bil í beinni stefnu milli bæjanna Þórunúps og Kot- vallar, er móahæð eigi all-lítil. Hún heitir Iraheiði. Engin sögn er um tildrög þess örnefnis, en án efa stendur það í sambandi við hitt, þar sem svo er skamt á milli. Frá þessu sagði mér Magnús bóndi Guðmundsson á Kotvelli, hinn merkasti maður. (íet; eg ekki neitað því, að mér þótti gott að lieyra um þessi örnefni þar í nánd við hellinn og silungalækinn, því þau styrkja Papa-hugmynd mína heldur en hitt, þótt þau, auðvitað, sanni hana ekki. Fróðlegt væri að vita, hvort þeir eru að nokkru mannaverk, hellarnir í suðurdölum Alpafjalla, þar sem Valdensar héldu sig á ofsóknartímunum. Gæti þar ef til vill fengist nokkuð til saman- burðar, — þó það sé raunar ekki frá sama tíma. Forn g-erði lijá Þorleifsstöðum. í Arbók Fornleifafél. 1900, bls. 2, þar sem skýrt er frá rústum í Ossabæjarvelli, er getið um dálitla girðingu, 10 fðm. langa og 6 fðm. breiða, með smátóft í einu horninu, sem er um 2 fðm. á hvorn veg. Uat ég þá þess til, að þetta liefði verið skjóikví l'yrir l'énað og skýli fyrir smalann í horninu. Með þessa tilgátu var ég þó aldrei vel ánægður, og nú þykist ég nokkurn veginn viss uin, að Jiún sé ekki rétt. Nú í sumar (1904) sá ég fyrir neðan tiinið á Þorleifs- stöðum tvær girðingar, sem líta út fyrir að vera sams konar. Þær eru samfastar, aðskildar ntcð garði. Þeirn hallar mót suðii og er

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.