Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Page 56
56
einn garður fyrir báðum að neðan, en að ofan tekur eystri girðingin
lengra upp eftir. Hún er öll stærri, nál. 10 fðm. upp og ofan, en
12 fðm. frá austri til vesturs. Vestri girðingin er um 8 fðm. á hvorn
veg. Smátóftir eru í suðausturhornum beggja. I vesturgirðingunni
er hún 3 fðm. á hvern veg, en í austurgirðingunni er hún vel 3 fðm.
vestur með niðurgarðinum, en aðeins 2 fðm. breið, og svo er að sjá,
sem hún skiftist í tvo hluti. Auk þess er austan við austurgirðing-
una löng og mjó girðing, heldur óglögg: Hún er varla 2 fðm. breið
(til austurs frá hinni), en hér um bil 7 fðm. löng (upp og ofan). Hér
getur jiú ekki verið um skjólkvíar að rteða. Þessi staður er áveðurs
fyrir sunnanrigningum, og því síður þurfti hreysi fyrir smalann
svona rétt við bæinn. Mér datt því í hug, að þetta væri fornir nátt-
iiagar og smátóftirnar í hornunum mjaltakvíatóftir. En svo gætti
ég þess, að mjaltakvíar eru vanalega langar og örmjóar, og fornar
mjaltakvíatóftir, sem ég hefl séð, eru það líka. Þeim eru þessar
tóftir alveg ólíkar. Og svo datt mér í dug að bera þessar girðing-
ar saman við Línakra (Arb. 1900, bls. 4—5) og við Munkagerði hjá
Vatnsleysu (sjá Arb. þ. á. bls. 48—49). Komst ég að þeirri niður-
stöðu, að girðingarnar hefði án efa verið akrar, eða einhvers konar
sáðreitir, og smátóftimar gróðrarstíur, vermireitir eða þess háttar.
0g þar eð ég hneigist, enn sem komið er, að þeirri ímyndun,
að Þorleifsstaða-hellirinn kunni að vera eftir írska munka, þá
þykir mér engin fjarstæða, að eigna þeim einnig þessar girðing-
ar. Og enn skal ég benda á það, að skamt frá Efrahvols-hellinum,
austur frá túni á Efrahvoli, eru fyrir víst tvær ferhyi'ndar girðingar
með smátóftum. En á því svæði og þaðan alt upp að Velli er svo
mikið af görðum og girðingum, ýrnislega óreglulegum, og, að því er
sýnist, misfornum, að ég sé mér elcki fært að svo stöddu að draga
af því neinar ályktanir. Það eitt er óhætt að fullyrða, að á þessum
umræddu stöðum er um fornar jarðræktarmenjar að ræða. — Eg
bjó til uppdrátt af Þorleifsstaða-girðingu’num.
Forn geröi lijk Bauönefsstööuiii o. fl.
Rauðnefsstaðir standa á bakka Fiskár vestamnegin. En austan-
megin árinnar á móts við bæinn er forn girðing, sem sagt er að sé
fjárrétt Þorsteins rauðnefs. Hún er ferhyrnd og nál. 18 fðm. á livorn
veg. Neðan við hana er snai'bratt að ánni, og er auðséð, að þar
hefir áður verið bakki efst, en er nú uppgróinn. Grirðingin liggur
fast fram á brúnina, og það svo að parturinn að neðanverðu hefir
brotnað af. Hann vantar alveg. En meðan girðingin var notuð,