Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1905, Side 57
57
hefir hann víst ekki vantað; án hans var hún ekki held. Hvort
sem hún hefir verið fjárrétt Þorsteins eða ekki, þá hefir hún á sín-
um tíma verið höfð fyrir nátthaga. I henni er löng og örmjó tóft
upp við efri garðinn, og getur hún ekki annað verið en mjaltakvía-
tóft. Hún er ekki mjög fornleg að sjá, en garðar girðingarinnar eru
miklu fornlegri.
Nokkru austar og ofar, — því landinu hallar að ánni, — er önn-
ur girðing, miklu stærri. Hún er nál. 40 fðm. breið og aðalhluti
hennar nál. 60 fðm. langur (upp eftir talið), en þar fyrir ofan taka
við margar, óreglulegar smágirðingar. Þær auka næstum þriðjungi
við girðinguna. Norðurhliðar-garðurínn verður neðan tii að grænuin
bala, sem auðsjáanlega er rústabunga; enda standa ofan á henni
margar nýlegar stekkjatóftir og einn stekkur sem enn er notaður.
Hygg ég varla, að öll þessi rústabunga sé eftir stekki, heldur sýnist
mér líta út fyrir, að hér liafi á sínum tíma staðið bær. Sú ætlan
styrkist við það, að neðan við norðvesturhorn girðingarinnar er sér-
stök tóft forn, sem eigi getur stafað frá stekk, heldur svarar stærð
hennar og lögun því, að þar hafi verið hesthús íyrir 1 hest eða 2,
og hefði það þá varla tilheyrt bænum fyrir vestan ána. Smágerðin
lita út fyrir að vei'a útgræðslugerði, og bendir það einnig til hins sama.
Rétt fyrir innan bæinn á Rauðnefsstöðum er fossinn, sem fó
Þorsteins hrakti í. Hann heitir enn i dag Leifðafoss. Það nafn staf-
ar af því, að Þorsteinn lét bera allar matarleifar (leifðir) í fossinn.
Þannig lagað blót hefir án cfa liaft þann tiigang, að lokka silung í
hylinn undir fossinum. Framanvert við fossinn kemur i ána gil
austan úr högum. Tungan, sem þar verður í milli, endar í snai'-
brattri brekku. Það hvað hafa komið fyrir, að kindur hafi lirakið
fram í brekkuna. En þá er hjarn er, getur engin skepna fótað sig
í henni, og er þá ekki annar kostur en að hrapa í hylinn undir fossinum.
Bærinn at Forsi, þar sem Hrólfur rauðskeggur bjó, imm ekki
vera Foss, sem enn heitir svo. Hrólfur nam land »milli Fiskár og
Rangár«, og þar er án efa átt við Eystri-Rangá, því þaðan út að
Ytri-Rangá nam Þorsteinn tjaldstæðingur land og þó fleiri. Bærinn
Foss stendur að vísu við Eystri-Rangá, en fyrir vestan hana, og því
eigi í landnámi Hrólfs. Bær Hrólfs er því án efa sami bærinu sem
Rauðnefsstaðir; hefir í fyrstunni verið kendur við Leifðafoss, sem er
hjá bænum, en svo hafa menn, á dögum Þorsteins rauðnefs, farið
að kenna bæinn við hann, og hefir það lialdist. Frá dögum Þor-
steins mun örnefnið Leifðafoss einnig vera, og hcfir það haldið uppi
frásögninni nm matarleifarnar. Br. J.
ö