Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Page 1
■+■
Pálmi Pálsson.
Hann varð bráðkvaddur 21. júlí þ. á.; var þá nýkominn til Kaup-
mannahafnar, þar sem hann hafði ætlað að leita sér lækninga. En
Pálmi rækti störf sín svo í smáu og stóru daglega, að ekkert beið
ógert morguns af því, er honum bar að leysa af hendi, og dauðinn
mun ekki hafa komið að honum óviðbúnum. Frábær reglusemi, í
hinum ýmsu greinum hennar, var höfuðeinkenni hans, og gætti henn-
ar bæði útávið og innávið. Þessi reglusemi, sem bygðist á þekk-
ingu og lærdómi, og stjórnaðist af grandgæfilegri athugun og viti,
var framkvæmd með iðni og atorku, smekk og stjórnsemi.
Því á Þjóðminjasafnið honum svo mikið að þakka og þetta fó-
lag, sem hann stjórnaði 3 síðustu árin og var ritari fyrir þar áður
frá því 1903. Safninu veitti hann forstöðu 1893—96. Um aðalstarf
hans við það var rætt í minningarriti safnsins í þessu tímariti, sjá
Árb. 1912, bls. 28—33. Meðan safnið er til mun það bera hans
minjar og halda á lofti minningu hans, þótt það nyti hans skamma
stund.
Pálmi varð skólamaður, svo sem og nám hans og hæfileikar
stóðu til. Námsferillinn og æfiferillinn var krókalaus:
Pálmi fæddist að Tjörnum í Eyjafirði 21. nóv. 1857, sonur
merkishjónanna Páls bónda Steinssonar og Maríu Jónsdóttur. Heim-
ilið var fyrirmynd, bæði að framkvæmdum og reglusemi, Páli við
brugðið fyrir dugnað í búskap og þeim hjónum báðum fyrir gest-
risni. — Á 23. aldurs ári varð Pálmi stúdent og 5 árum síðar meistari
í norrænum fræðum. Síðan 10 ár tímakennari við latínuskólann í
þeim greinum, er hann hafði stundað, en þá jafnframt um nokkur
ár forstöðumaður Forngripasafnsins (Þjóðminjasafnsins) og aðstoðar-
bókavörður við Landsbókasafnið. Loks var hann aldarfjórðung fast-
ur kennari við skólann, 7 síðustu árin yfirkennari. Skólinn naut
1