Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Page 8
Hvað Snorri goði sagði.
Tvær athugasemðir við 145. kap. í Njáls sögu.
Snorri goði léði stundum vængi orðum sínum, vængi, sem halda
þeim lengi á lofti. Og stundum voru þau skerandi skörp eða þrungin
hárbeittu háði. Orð hans á kristnitökuþinginu um hraunið og reiði
goðanna hafa nú flogið um landið og jafnvel út yfir hafið um niu
alda skeið, og virðast ekki að þvi komin enn að detta dauð niður. Orð
hans á brennumálaþinginu 11 árum síðar, hafa le'ngi verið í minnum
höfð, og loks færð í letur af höfundi Njáls sögu, þar sem þau hafa
varðveizt. En þau hafa þá sýnilega verið orðin aflöguð í meðferð-
inni, og þó einkum vísan hálfkveðna, sem Snorri kvað fyrir munni
sér brosandi og menn hlógu »allmjök« að.
1. »Hin mestu illmenni í liði Flosa«.
Þegar þeir Ásgrímr Eiliðagrímsson gengu í liðsbónina í brennu-
málunum, komu þeir til búðar Snorra goða. Hann gerði ráð fyrir
að svo kynni að fara, að í bardaga slæi á þinginu og sagði þeim,
hversu hann myndi þá við því snúast og hvernig þeir skyldu að
fara. Ef þeir brennumenn hrykkju fyrir þeim, kvaðst hann ætla
að þeir myndu reyna »at renna til vígis í Almannagjá, en ef þeir
komast þangað, þá fáið þér þá aldri sótta. Mun ek þat á hendr
takast at fylkja þar fyrir liði mínu ok verja þeim vígit« (139. k.)
— Vígi það í gjánni, sem átt er við, hefir eflaust verið í gjánni
efri, þar sem Kárastaðastígur var á síðustu öldum og nú er akveg-
urinn ofan.
Svo fór sem Suorri sagði. Sér harxn hvað verða muni, er hann
spyr »hvar komit er málunum; tekr hann þá at fylkja liði sínu
fyrir neðan Almannagjá, millum ok Hlaðbúðar«. —
Bardaginn hófst við fimtardóminn, sem sat í lögréttu fyrir aust-
an ána. — »Nú brestr flótti í liði Flosa, ok flýja þeir allir vestr
um öxará, en þeir Ásgrímr ok Gissurr hvíti gengu eptir ok allr
herrinn. Þeir Flosi hörfuðu neðan milli Virkisbúðar og Hlaðbúðar.