Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Page 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Page 13
13 Orðin í 1., 3. og 4. 1. eru í nútíð, í 2. 1. í liðinni tíð. Þetta virð- ist helzt benda til, að kveðlingurinn sé mæltur af munni fram með- an bardaginn stendur yfir, eftir að Ásgrímr skaut spjótinu, og áður en Snorri gekk í milli. Hann stendur hjá flokki sínum og athugar, hvað fram fer og hvað menn tala um það. Nýstárlegir og mikiir atburðir gerast fyrir augum hans: ofsi og manndráp, hræðsla og flótti á sjálfu alþingi! En Snorri goði hafði búist við því öllu, sjeð alt ofan frá búð sinni um leið og það varð, gripið inn í gang bar- dagans á hinn kröftugasta hátt, og það án þess að hreyfa legg né lið; hann sá jafnframt að hann gat stöðvað alt er hann vildi, og það jafnvel þótt öðrum ekki tækist það. Því gat hann verið róleg- ur, kaldur og kaldhæðinn. Matthías Þórðarson Lieiðrétting. í Árb. 1910 er á bls. 54—58 smágrein um legstein í kirkjugarð- inum á Kálfatjörn. Áletranin á steininum nr. 3 (bls. 57—58) var talin óeðlileg og þess getið til að nokkuð vantaði í. Þetta var þá ekki unt að rannsaka er áletrunin og greinin um hana var prentuð, en 9. VIII. 1916 endurskoðaði jeg skrásetninguna og rannsakaði þá betur steininn og enn 17. VI. 1920. — Áletrunin er i 16 línum, en steinninn hefir brotnað sundur og línurnar 11.—14. skifst sundur og skemst; 11.—12. 1. eru réttar í greininni í Árb. 1910, bls. 58, en 13.—14. 1. eru þannig: LVM . HEFVR . ÞVEIG ID . OG . HVITFAGrAD Leiðréttist því annað á bls. 58 í sömu Árb. eftir þessu. — Jafn- framt vil eg geta þess, að mér virtist við hinar síðari rannsóknir steins þessa meiri líkur til að lesa beri 60, en ekki 52, aftast í 7. 1. Á bls. 55 í sömu Árb., 6. 1. að ofan, er, í áletruninni á st. nr. 1 s. st., talið líklegt að standi SAE i 2. 1. í hringnum neðst í vinstra horni, en á að vera S A Z, enda er Z hér á þessum st. merki fyrir R. M. Þ.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.