Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Side 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Side 19
19 óskaði fá að vita, hvort þeir skyldu fluttir til Haganesvíkur áður ísa leysti. Þá var Eðvald þegar beðinn að láta flytja steinana til Haga- nesvíkur, en 2. júlí skrifaði hann fornminjaverði að nýju og kvað steinana ekki hafa orðið flutta um vorið, þar eð ísa hefði leyst svo snemma, og að annar þeirra, nefndur Hallssteinn, sá er áður var kunnur, væri varla flytjandi vegna þyngsla. Hinn 15. maí i vor, er leið, skrifaði Eðvald Möller loks, að þá væri hinn steinninn kominn til Haganesvíkur og fyrir tilmæli mín lét h.f. Kveldúlfur (herra framkv.stj. Haukur Thors) flytja hann hingað til Þjóðminjasafnsins. Eðvald Möller gat ráðið fyrstu 5 orðin í áletruninni: Hjer hvílir undir Thómas Brandarson, og gat þess til, að steinninn hefði verið lagður yfir Tómas Brandsson ríka Helgasonar, sbr. ættir Skagfírðinga, eftir Pjetur Zóphóníasson, hls. 28. Tóraas bjó i Tungu í Stíflu kring- um 1600 og steinn þessi, sem er stuðlabergsdrangi, ætlar hann sé úr fjallinu innfrá fl'ungu, því að kunnugir segi, að hvergi sé stuðla- berg að finna í Fljótum, nema þar. Steinninn er 128,5 sm. að 1., fimmstrendur, með sléttum og bein- um flötum; við fremri enda eru þeir að br. 20,5—18,5—15—14—22 sm., og við hinn 18—21—12—16—21 sm.; rúnaáletrunin er á þeim sem er 15—12 sm, að br., en steinninn hefir verið lagður á þann sem er 20,5—18 sm. Áletrunin er í 2 línum; í fremri hluta efri lín- unnar er hæð rúnanna 5 sm., en í síðari hluta hennar og í neðri línunni 4 sm. Neðri línan nær að eins á móts við í en hin línan nær frá enda til enda á steininum. Lítið eitt hefir flaskast af brúninni við rúnaflötinn aftast að ofan og ofan af öftustu stöfunum í efri línunni. Áletranin er mjög grunt höggvin, því að steinninn er mjög harður og þéttur, en hefir af sömu ástæðu haldist nokkurn veginn ómáð í 300 ár. Hún er ógreinileg og viðvanings- leg sem von er að, því að fátítt mun það jafnan hafa verið fyr á öldum hér á landi, að höggvið var letur á steina. Einkennilegt má það heita hve rúnameisíari þessi notar marga latínuletursstafi innan- um rúnirnar, bæði stóra og smáa, og bendir það til að ekki sé forn áletrunin. Á hið sama bendir og eignarfallsendingin á föðurnafni Tómasar. Rithátturinn er venjulegur og ekki afkáralegur, nema hvað (-j er ofaukið j, H -j f* (shal, sál). í rauninni er ekki fullvíst hversu næst síðasta orðið (blessan) er ritað, hvor heldur með ts, ss eða zs; þeir stafir eru ógreinilega gerðir. Sömuleiðis siðasti stafur í föðurafninu, fyrri stafurinn (}) í næst síðasta orði í efri línu, og í rauninni margir aðrir stafir eða hlutar af þeim í báðum línum, svo sem hver getur sannfærst um, sem skoða vill steininn, og meðfylgj-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.