Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 5
5
gerði hann dálítið meiri grein fyrir hellum þessum, í sóknalýsingu
sinni fyrir Bókmenntafélagið; sbr. hana hér aftar.
Fáum árum síðar gaf Bókmenntafélagið út ritið Almenn landa-
skipunarfræði; i I, 2, bls. 179—80 er minnzt dálítið á hellana í Rang-
árvallasýslu: »Á ýmsum st0ðum finnast hellrar í sýslu þessari og eru
1. Rútshellir.
þeir með tvennu móti, annattveggja úthoggnir af monnum í móberg
eðr svoleiðis mindaðir af r.áttúrunni; at Ási í Holtum er tvídyraðr
hellir í hól nokkrum á túninu, er brúkaðr er fyri heyhl0ðu«. Síðan
er lýst Rútshelli undir Eyjafjöllum, sem er manngerður, og Mögu-
gilshelli í Fljótshlíð, sem er náttúrunnar verk'); og því næst segir
svo: »At Móeyðarhvoli eru 3 hellrar í túninu, er brúkaðir eru fyri fjár-
hús og heyhlöðr1 2); á Selialandi, yrsta bæ undir Eyafiöllum, eru 2
1) Sbr. Árb. 1902, bls. 25 (og 1888—92, bls. 72).
2) Sbr. útdráttinn úr dagbók Sveins Pálssonar hér fyrir framan.