Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 13
13
er breiddin 8,70 m. við gólf, en suðurstúkan er þar grafin mjög út-
undir. Dyrahæð inn í stúkurnar er l3/« m. — Nyrðri stúkan er nær
hálfkringlumynduð, 2,65 m. að breidd; suðurstúkan er 4,10 m., en þar
eru skvompur út í. Sbr. e. fr. 7—9.
Hellirinn er nú að vísu víða ósljettur innan, en þar mun hafa
dottið úr honum. Yfirleitt hefur hvelfingin sína upprunalegu lögun
og sér þar höggförin á. Hann er vafalaust höggvinn út af manna-
höndum, en bergið hefur víða verið svo laust, að stór stykki hafa sprung-
ið og fallið úr. »Húðin« á berginu er fram komin við notkunina, rakann
og rykið. — í rauninni er pallurinn á norðurstúkunni ekki neitt líkur
rúmi og er eins rétt að kalla hann jötu; virðast skepnur hafa verið
bundnar i bríkurnar, bönd dregin gegn um götin. Þó þarf ekki að
rengja þá sögn, að Eirikur rauði hafi haft þetta fyrir rúm. — í stúku-
dyrnar hefur verið skotið slagbröndum og eru holurnar eftir þá. Eins
eru holurnar inni í aðalhellinum, þær hafa verið fyrir slagbranda, milli-
gerðir, en um bita til styrktar er hér ekki að ræða. — Þverbrandur
hefur nefnilega verið færður til, er holurnar spilltust.
Helluvaðs-hellar. Á Helluvaði eru 4 hellar.
Nr. 1 er í útsuður frá bænum, í túninu rétt hjá. Hann er graf-
inn í jörð ofan og er forskálinn í krók (horn), með 8 þrepum niður að
ganga. Hann er tæpir 2 m. að hæð og 1 strompur á. Lengd er um 3 m.
og breidd um 2, ferhyrndur og með allbeinum veggjum. Notaður
fyrir jarðarávöxt; eru gryfjur í gólfinu fyrir kartöflur. Eldri er hann
en menn muna.
Nr. 2 er sauðahellir allmikill inn-með Rangá, nær inn á móts
við fjárhús frá Árbæjarhelli. Hann er með gömlum, mjög mjóum og
lágum forskála, beint inn í brekkuna upp frá ánni, ca. 3 m. löngum.
Hellirinn er 8,40 m. að lengd og 4 m. að breidd; manngengur að
kalla, en mjög er loftið ójafnt og fallið mikið úr því og veggjunum,
.svo að nú sjást lítil mannaverk á honum. Garði úr tré er á miðju
gólfi, endilöngu.
Nr. 3. Rétt hjá neðar með ánni, er annar smáhellir, með líkum
forskála, sem skríða verður inn, og er sá aðeins um 3 m. að lengd
og 2 m. að breidd; ca. l'/2 m. að hæð; mun nú lítt notaður, en ætl-
-aður fyrir hey. — Forskálarnir eru með hellum yfir, engum spýtum.
Nr. 4 er aftur á móti við hlið nr. 2, innar með ánni; hann er
með opi eða strompi ofaní og er hafður fyrir hey; er nú luktur að
framan og verður ekki mældur, en er líklega álíka stór og nr. 2. —
Bergið er hér laus sandlög, er sí og æ hrynja, og virðast þessir hell-
ar ekki vera varanlegir.