Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 16
16
an heyið stendur:
þar fyrir neðan og
iriH , bj
Bazðuz JÓNSSON, fyrir framan og 1723
framan, og fyrir framan og ofan ártalið AN.
A D E S, FAS,
, þar fyrir neðan
V
IÞ, AMÁström
1909, F D H -j— Á gaflveggnum er t. d. O.O.S., ^
GÞ. 1844 (sbr. hér að ofan) og sitthvað yngra krabb. Á vesturveggn-
um er lítið, og það mjög ógreinilegt og nýlegt, sem þar sést; er hann
lausari í sér allur. í kimanum, hægra megin hornsins, er t. d.
Um þennan helli eru sagðar 2 þjóðsögur, gamlar. Önnur er sú,
að horfið hafi kálfur á Hellum, og fór maður ofan í stóra hellinn
að leita hans. Gekk hann lengi áfram i myrkrinu, en loks heyrði hann
árnið yfir sér og varð þá hræddur, snéri aftur og komst upp. En er
að var gætt, voru skór hans fullir af sandi og kom í ljós, að
það var gullsandur. Nokkrum dögum síðar heyrðist baul undir hjóna-
rúminu á Stóra-Núpi, og er grafið var til, fannst þar kálfurinn undir,
en var rófulaus. En það var kennt orminum, sem menn héldu liggja
á gullinu. — Hin er sú, að lengi hafi legið öfund á Hellna-bónda.
Einhvern tíma var hér bóndi, sem jafnan hafði nóg í búi, og var það
bjargvætti að þakka, er fylgdi Hellna-bónda. Kvað nú svo rammt að
þessari öfund, að nágrannar hans sendu heim mann til höfuðs hon-
um. Bóndi varð var við, hljóp í hellinn og forðaði sér. — Flugu-
maðurinn fór inn á eftir, en sá ekki fyrir sér og rataði ekki, fór út
og beið við hellisdyrnar. En fyr en hann varði var bóndinn kominn
að honum út um leynidyr og rak hann í gegn. — Má nú ætla, að
hann hafi farið út um afhellinn, sem einmitt verður að ætla, að hafi
verið gerður sem leyni-útgangur, eða göng yfir í annan helli.
Nr. 2 er fjárhellir; hann er nokkru norðar (120 skref) á túninu að Hell-
um. Er við hann 7,50 m. langur forskáli með 12 þrepum. Yfir eru lang-
bönd, tróð og torf á sperrum. Er hellirinn allvel bjartur í miðju, því að
höggvið hefur verið af berginu yfir, fremst á ská upp. Á miðju gólfi er
hlaðinn garði og eru á tréjötur. Tekur hellirinn nú um 70 lömb. Núver-
andi bóndi, Filippus Þórðarson, mokaði út þennan helli 1876; var hann
þá svo fullur af mold, að rétt að eins varð skriðið niður um opið