Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 24
24
loftið þar ca. V2 m. að þykkt og hlaðið upp af ca. VU—2m. Gatið
í loftinu er ca. 80 cm., en strompurinn þrengist upp eftir eins og
þeir gera allir. Sbr. sóknal. 9, L.
Syðri-Rauðalækjar-hellar. Á Syðri-Rauðalæk var gamall hellir
í norður-landnorður frá bænum; hann hefur þó ef til vill ekki verið
mjög gamall. Hann hrundi í landskjálftunum miklu 1896. Síðar var
gerð úr honum hlaða og er nú flatt járnþak yfir. Hann er í of-lausu
bergi, sem hrynur og skemmist og er ill-notandi.
Þá er annar fjar bænum í land-norður og hefur Runólfur hrepp-
stjóri Halldórsson höggvið hann út veturna 1896—97 og 1897—98.
Notaði hann haka og stálskóflur. Var hér áður lítill hellisskúti, mann-
gerður, og lengdi Runólfur hann með líku móti, og gróf brunn innst,
og gerði þar stromp yfir og setti glugga á. Er hellirinn hafður fyrir
fjárhelli og tekur um 80 lömb. — Nær austur úr miðjum hellinum
gerði Runólfur gang og byggði forskála á 1898. Er hér 1 hátt þrep,
en annars er lítið niður að ganga í helli þennan, því að hann er
gerður í hól. Hann er laglega hvelfdur og allur manngengur eftir
miðju: sjá 27. Á miðjum hellinum, innar af útganginum, er stromp-
ur og er bergið um 1 m. að þykkt og hlaðið á um 1 m. líka. Vídd-
in um 40—80 cm. að þvermáli. Lengdin er 15,50 að forskála, 18 m.
alls; Víddin 3,15—3,50 m. Innan-frá brunninum og út undir hellis-
gólfinu er höggvið ræsi, og eru lagðar hellur yfir, svo að ekki ber
á í gólfinu; er ræsið út úr hólnum, fyrir neðan forskálann. Má því
tæma vatnsstokk þann, sem lömbunum er brynnt við, og ausa upp
brunninn, er hann skal hreinsa, án þess að bleyta hellisgólfið.
í útsuður frá bænum hefur Runólfur höggvið út mikinn helli
árið 1916; er hann í hól og lítið niður að ganga. Suður-úr er hellir
til að baða í fé og er þar steypt baðþró; annar afhellir er land-
norður-úr, innst, ætlaður fyrir hey, og er á honum strompur. — Vatn
kom þar upp og var gert ræsi út undir hellisgólfinu. Vatnsból er í
baðhellinum. Út úr baðhellinum er gangur, og tröppur upp. Þessi
hellir er óvenju-víður og í hærra lægi; hvelfing yfir: sjá 28. Hellir-
inn er 18 m. að lengd með forskálanum og 3,80 m. að vídd.
Lengra í noiðaustur frá bænum, í landamörkum1) milli Syðri-
Rauðalækjar og Brekkna, er enn einn hellir í Syðra-Rauðalækjar-
landi. Hann er nú ekki notaður lengur, þar eð hann er á óhentugum
stað. Hann var gerður af stjúpföður Halldórs, föður Runólfs, fyrir ca.
100 árum síðan, til þess að hafa hann fyrir fjárhelli, er naumt varð
1) Markhól.