Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Qupperneq 29
29
er nokkru (1 m.) norðar en norðurveggur fyrri- eða vestur-hlutans.
Hinn nýlegi forskáli er með 6 þrepum og er lengdin frá neðsta
þrepí og inn í botn 14 m. Hæðin undir hvelfingu er 1,60—1,70 m.
Út-undir austur-bergveggnum er hlaðinn garði með tréjötu, og sömu-
leiðis fyrir norðurenda, en að vestanverðu er stórt gímald alla leið
inn að vestur-hellinum. Er það með óreglulegri hvelfingu, sem virðist
svo sem sprengt hafi verið úr eða dottið úr, en höggför sjást ekki.
Lengd f á suðri til norðurs er 9‘/2 m., en breiddin á þessu og (norð-
ur- eða) austur-hellinum er samtals 103/4 m., en bæði er lítið útskot
undir eystri vegginn í austurhellinum og svo gengur gímaldið út í
mikinn boga vestast. Nýlegt op er á hvelfingunni og er hæðin und-
ir það 2,30—2,80 m. Niður um það er látið hey í þetta hellisgímald
og í heyhlöðu, sem er byggð suðvestan við það, og er stórt op á milli
hennar og þess. í gegn-um nef það eða kamp, sem verður milli
vesturhellisins og þessa gímalds, er mjór og lágur gangur, 1 m. á
hvern veg. — Gímaldið er nú afþiljað frá hellunum með járnplötum
og fjölum, þ. e. að austanverðu er sú milligerð, sem svari því að
hún sé eftir austurhlutanum miðjum. Jata er á norðurhluta milli-
gerðarinnar inni í austurhlutanum og að sumu leyti í vesturhlut-
anum, og önnur er syðst á milligerðinni, sett á hana gímalds-megin,
og er sú fyrir hesta (tryppi), en annars er hellirinn fyrir lömb. Innst
á austurhlutanum er strompur, ca. 60 cm. að þvermáli neðst, og er
uppmjór í gegnum moldina. Á gafli ausiurhellisins eru 2 krossmörk og
fyrir framan. — Nýlegur ræsir er undir gólfinu í austur-
hlutanum og suður úr hólnum, djúpt í jörðu.
(Fyrir norðan tún á Berustöðum er hóll, sem heitir Torfhóll og
•er sagt, að þar sé Bera grafin. Hafði hún óskað, að hún yrði grafin
þar sem sæist sólin um sólaruppkomu og sólsetur. — Einu sinni var
byrjað að taka hér upp helli, en hætt var við, þar eð tryppi drapst
í holunni um næstu nótt).
Ás-hellar. í Ási eru nokkrir hellar. — í svo-nefndu Stekkatúni
*(sic) eru 2 hellar; myndar annar sljótt horn, en hinn er austur af ann-
ari álmunni og virðist niðurhrun á milli og að þetta hafi verið allt
einn hellir. Vestast er hellir, sem stefnir frá norðri til suðurs. Er gengið
inn um báða enda hans nú, en inngangur í norðurendann er nýleg-
ur, gerður á ská út til útnorðurs; er þar 10 þrep ofan að ganga.
Hinn er í beinu framhaldi af hellinum, hlaðinn upp á venjulegan hátt
og er með 7 þrepum í. Rétt innan-við neðsta þrepið er stúka til
hægri (austurs), ca. 2 m. löng og víð, og ca. 1 m. að hæð fremst,
en minni innar. Á hellinum miðjum er tregt-myndaður strompur og