Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 35
35
ca. 1,90 m. — Á þeirri álmu er strompur framan-til, norðarlega, ca.
60 cm. að þvermáli neðst. — Landnorðurálman er í rauninni mjög
stutt, mælt frá línu þeirri, sem eins og takmarkar útnorður-álmuna,
að eins ca. 1 m. þangað, sem berghvelfingin endar; í rönd berghvelf-
ingarinnar sést, að hér hefur verið strompur nyrzt. Breiddin undir
þessum boga hér er 5,60 m. og hæðin undir hann 2,10 m. — Að
vissu Ieyti má lita svo á, sem vesturálman sé aðalhellirinn og land-
norðurálman sé framhald hans í boga, en útnorðurálman sé afhellir
inn úr bugnum. — Fjarlægðin milli hornsins, sem er á milli vestur-
álmunnar og útnorður-álmunnar, og bugsins, sem þær teljast enda í,
er 7'li m. Rétt fyrir innan buginn (landnorðan hann) er klefinn með
hellujötunni, sem hefur verið gerður úr gamla uppganginum.
Rétt skammt fyrir norð-vestan Stekkjatúnið er smáhóll og lítill
hellir í, ca. 3—4 m. að lengd og ca. 2—3 m. að breidd, og ca. ls/<
m. að hæð. Út-úr honum gengur lítill krókur, jafnvíður, og jafnhár,
til hægri, og úr honum eru aftur dyr inn i hlöðu niðurgrafna og með
þaki yfir. Er hún nýleg og hellarnir líklega ekki gamlir heldur. Sbr. 36.
Um 2 km. í norðnorð-vestur frá bænum er mikill sauðahellir í
(Skoll-?) hólum. Hann snýr nær því í norð-austur — suð-vestur
og er 22,80 m. að lengd. Hefur þó verið lengri, því að hlaðið er fyrir
suð-vestur-endann, og mun hellirinn hafa hrunið þar. Þar er upp-
gangur suð-austur úr honum, við þann enda, og eru 8 þrep í. Nær
beint þar innar af er afhellir til norð-vesturs, 6V2 m. að lengd og
23/4—3 m. að breidd. en 2 m. að hæð Á honum er stórt op til að
láta hey niður um og mun afhellirinn ætlaður til að vera heyhellir.
Grópir eru í bergið fremst, til að skorða í milligerð. — Um 4 m. frá
inngangi er strompur á aðalhellinum, um 80 cm. að þvermáli neðst;
bergið er þar að eins 10—15 cm. að þykkt, en moldarlagið nær 1 m.
að þykkt. Er hvelfingin hér þó óhrunin og fallega bogamynduð.
Hækkar suð-vestur á við og verður ca. 23U m. við torfvegginn, en
við strompinn 2 m. Ca. 3 m. fyrir innan strompinn er nú hróflað upp
milligerð, og eru dyr á; mun hellirinn notaður fyrir hey hingað að
nú, en fyrrum hafa verið hér og í öllum hellinum hellujötur við báða
veggi. Eru útskot nokkur út-undir og verður breiddin 3,40—3,60 m.
Að norð-austanveiðu er hellirinn öðru-vísi, hvelfingin flatari og ó-
reglulegri, og sprungið úr henni, og er mjög lágt undir hana, nema í
miðju. Hefur hellirinn grafizt hér út við notkunina. Þar, sem milli-
gangurinn er, er hveifingin lág, fer hækkandi frá strompinum, sem
getið var, og að öðrum strompi, sem er 2—3 m. frá henni að norð-
austanverðu, verður þar hæðin að eins VU m., en fyrir norð-austan þann
stromp er hæðin ca. 2 m. í miðju og er þó skán á gólfi. Breiddin
3*