Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 39
39
að breidd, framan-til, og fremst um 2 m., en innst um 2lk m. að hæð.
Hvelfing hans er vel bogamynduð. — Sbr. sóknal. 10.
Nr. 5. Gjögrið; haft nú fyrir hænsni; er enn vestar í sama bala
og nr. 3—4. Það er all-djúpt í jörðu, og er tréstigi, laus, niður í það.
Það er um 4 m. að lengd og 3 m. að breidd, og er hlaðinn torf-
veggur að (út)sunnanverðu við það. Hæðin í miðju ca. 2 m.
Sels-hellir. í Seli er 1 hellir útnorðan-undir bænum og er not-
aður fyrir lömb og fleira fé. Er nú trégarði í suðurhlutanum, en
hellugarði í norðurhlutanum og er nú aflagður. Niðurgangur er með
allmiklum forskála og 7 þrepum, rétt við útsuðurendann og er þar
suður-úr. í hinum endanum er nú niðurhrunin mold, sem að sumu
leyti er hlaðið fyrir, nefnilega í suðurhlutanum, sem brúkaður er,
en fyrirhleðslan er hrunin í norðurhlutanum. Hefur hellirinn þvi náð
lengra undir bæjarhúsin, þar sem þau eru nú. Lengd verður ekki
mæld, nema að hleðslunni, og er hún 7,80 m. Sér þó inn eftir mold-
inni um 2—3 m. að auki og er þar niðurhrun að sjá og mjórri hell-
irinn. Á aðalhellinum eru 2 strompar, 60—70 cm. að vídd, höggnir
í gegn-um 30—40 cm. þykkt berg, og er ca. 80 cm. há torfhleðsla
upp-úr. Hellirinn er allur lágur, manngengur þó á litlum kafla á milli
strompanna. Hvelfingin er lítið eitt bogadregin. Víddin er óvenju
mikil, víða um 7'/2 m. Verður gegnskurður svo sem 38. Kompa
eða vik nokkurt er undir norðurvegginn inn-af eða á móts við inn-
ganginn, en þar er nú hlaðið fyrir. — Inn úr norð-austurhorninu er
inngangur í lítinn afhelli eða stúku, og er strompur á henni, ca 70
—80 cm. að vídd neðst, gerður upp í gegn um þunnt berg (ca. 15
—20 cm. þykkt), en nær 2 m. há hleðsla er uppaf. í stúku þessari
er lágt undir loft, ca. lll* m., en gólfið er hærra og mun vera mold
og skán á því. Innan-til er moldarbingur, sem nokkuð er hlaðið fyrir,
og hefur afhellir þessi getað verið lengra út-undir í sömu átt. í aust-
urveggnum er smákimi og hefur nú verið hlaðið upp í hann líka.
Moldarniðurhrunið fyrir enda aðalhellisins lokar innganginum í af-
hellinn að miklu leyti; er fyrirhleðslan gerð á ská fyrir hann. Lengd-
in er irá moldarfyrirhleðslunni innst 3 m., en sjá má inn eftir mold-
inni ca. 2 m. — Breiddin er 2—2lh m. og er hellujata við vestur-
vegginn. Er nú orðinn þunnur veggur milli afhellisins og aðalhellis-
ins, því að milliveggurinn hefur étizt mjög í aðalhellinum.
Miklaholtshellis-hellar. í Miklaholtshelli er hellir, útnorðan-
undir bænum, sá sem hann er kenndur við. Er hellirinn eina húsið, sem
fylgir þessari jörð; hin á bóndinn að öllu leyti. Jörðin er hjáleiga