Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Qupperneq 40
40
frá Hraungerði, sem er kirkjujörð. Hellirinn hefur að eins verið hafður
fyrir heyhús i manna minnum og ekki til varanlegrar íbúðar, en þó
er fædd í honum, að sögn, Kristín Árnadóttir, kona Páls lögreglu-
þjóns Árnasonar í Reykjavík. — Forskáli er fyrir hellinum og er 5
óregluleg og skáhöll
þrep ofan að ganga.
Er hæðin undir ioft
nú 4 m., en núver-
andi ábúandi, Sigurð-
ur Magnússon, dýpk-
aði hellinn að mun;
gólfinu hallaði fram
áður, en nú er það
lárétt; varð dýpkunin
um 60—100 cm. For-
skálann hlóð Sigurður
upp fyrir 8 árum
(1909), en áður var
hér gamall forskáli og
var aðalinngangurinn
um hann. Auk þess
var gangur suður úr
hellinum, innarlega,
3—4 m. frá botni, og
hafði verið búið að hlaða upp i hann áður en Sigurður kom hingað,
fyrir 18 árum (1899). Lá sá gangur út í smiðju, sem þar er, en
byggð hefur hún verið upp síðan. Eru dyrnar um 1 m. að vidd og
um 2,40 m. að hæð, bogamyndaðar að ofan. Gólfið er 9,50 m. að
lengd, og 4 m. að breidd. Innri endinn er næsta bogamyndaður,
einkum austurhornið; stefna hans er í norð-vestur — suð-austur.
Strompurinn er rúma 2 m. frá gafli og er um 1 m. að vídd (í þver-
mál). Suð-austur frá honum er ljósop. Milli hans og gaflsins er hell-
isendinn hvolfmyndaður að ofan, og hvelfing er í loftinu yfir. —
Nokkrir upphafsstafir eru krotaðir á veggina; einna elstir munu
— Hinir eru yngri, t. d. nærri dyrunum
O F og rétt hjá djúpt skorið G.
í suður frá bænum Miklaholti er fjár-
hellir, sem rúmar vel 44 ær nú, er 13
m. að lengd og 3 m. að breidd, nokk-
urn veginn manngengur allur og hvelft
loft. Fyrrum voru dyr upp úr vesturenda, en upp í þær hefur verið
3. Inngangur í Miklaholtshellir.
/f H S
og ártalið
nr\o
180