Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 41
41 hlaðið fyrir ca. 12 árum. Rétt innan við þær var strompur, sem nú* er byrgður. Annar strompur var hér um bil á miðjum hellinum, og þar er nú gerður gangur upp-(suður-)úr. Ofan í gegn-um miðjan hinn gamla framhluta hellisins hefur nú verið höggvið, og gerð ferhyrnd heyhlaða og hlaðið yfir, og sett bárujárns-þak á. Hlaðið hefur verið fyrir yzta, gamla hlutann, og tré-skjaldþil sett á milli hlöðunnar og hellisins austur-af. — Fyrir ca. 40 árum er sagt að búið hafi í helli þessum gömul hjón; Guðmundurhét karlinn. Þá var hellirinn óbreyttur og höfðu þau að sögn rúm sitt undir innra strompinum. Fáar kind- ur er og sagt að þau hafi haft. — Þá var og annar hellir jafnhliða þessum, fyrir norðan hann, og inngangur í hann til vesturs, skammt fra, fyrir norðan innganginn í þennan helli, sem nú er. Á milli hell- anna var gangur, um 4 álnir að lengd, og stóð opinn, norður úr hlöðunni, þangað til [fyrir ca. 15 árum, að hlaðið var upp í hann, er hlaðan var gerð. Nú er nyrðri hellirinn hruninn, og er sagt, að hann hafi hrunið í landskjálftunum (»hræringunum«) miklu. Nú er stromp- ur á hellinum, fjárhellinum, innst, upp af endanum (austast), gerður af Sigurði Magnússyni fyrir ca. 12 árum. — Sbr. 39. Enn fr. sóknal. 13. Kampaholts-hellar. í Kamapholti eru 3 hellar, hver hjá öðrum fyrir norðan túnið. Hinir vestustu 2 eru hrundir niður að mestu leyti; smábútar eftir af hvelfingunni í þeim vestasta og ca. 3 m. langur í þeim, sem er í miðið, og er gengt j)ar undir. Breidd hans er ca. 2'h m- Nokkuð er hrunið úr hvelfingunni, og er vafasamt, hvort á henni eru mannaverk, en allir hellarnir hafa verið notaðir og hús byggð,. eða forskálar, fram af þeim. Senniiega hefur verið innangengt á milli þeirra, einkum hinna austustu, framan-við þá sjálfa þá. Hinn aust- asti er heill og mjög víður. Er nú hlaðinn grjótgarður á ská yfir hann þveran, 2,20—4,10 m. frá inngangi. Allur er hann 73U m. að lengd, ca. 4,10 m. að breidd og um 1,40 m. að hæð. Fyrir innan grjótgarðinn er hann hálf-fullur af mold og er sá partur ekki notandi- Helzt lítur út fyrir að ekki séu mannaverk á þessum helli, nema þá að nokkru leyti, en sizt er þó þvertakandi fyrir það. — Liklega er þykkt moldar- og tað-lag á gólfinu, einnig framan-til. Þessi hellir er nú ekki notaður. Suðvestar i túninu, í rana þeim, er fyrir vestan bæinn er, virð- ast hafa verið 2—3 hellar, og jafnvel 1 ofar, nær bænum, en allir eru þeir nú fullkomlega lokaðir, nema 1, sem skriða mætti inn í. Ég lýsti inn-um hann allan, en skreið ekki inn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.