Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 42
42
Kolsholtshellis-hellir. í Kolsholtshelli er hellir norður frá bæn-
nm í túninu. Hann er nú aflagður og er forskálinn svo siginn saman,
að naumast verður skriðið inn; hann hefur verið hlaðinn saman í
mæni. Hellirinn er hruninn innst og hefur verið hlaðinn þar þvergarður.
Hann er 10 m. að lengd, 3{l2 m. að breidd og 2 m. að hæð. Stromp-
ur er á miðju og heldur hann sér vel; eru í honum ártöl, 1791 elzt,
1870, 1877 o. fl. Garði er eftir miðju gólfi. Útskot hefur verið vinstra-
megin, en nú er hlaðið fyrir það og heldur sú hleðsla sér. Smugur
2 eða strompar eru að auki, luktar að kalla nú. Hellirinn er alveg
aflagður sökum vatnsuppgangs og er tjörn á gólfinu, og það allt
mjög blautt umhverfis garðann.
4. Forskáli við Kolshoits-helli.
Kolsholtshellir. í Kolsholti er fjárhellir austan-í holti því, sem er
íyrir austan túnið. Er hann rétt hjá fjárhúsum, sem þar eru, í nýlegu gerði
eða nátthaga. Forskáli er með dyrum mót suðaustri (stefnirbeint á Vest-
mannaeyjar), er 4 m. að lengd og 3U—l'/i m. að breidd, veggir hlaðnir
dálítið saman, þrengstur efst og fremst. Þak er yfir, með hellum og
torfi á þverslám og 2 ásum, langsum. Virðist ekki gamall. 6 þrep,
lág og breið, niður að ganga. Hellirinn stefnir beint innaf forskálan-
um og kemur allgóð birta inn um dyrnar, enda er hellirinn hvitleit-