Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 43
43
ur að innan, svo að því betur nýtur birtunnar. Strompur viður
(1,10 m.) er innarlega. Hellirinn er 8O2 m. frá forskálaveggjunum inn
að hinum upprunalega gafli, en gerð hefur verið stúka innaf, eink-
um hægra-megin og er hellirinn 10 m. inn í botn á henni. Jötur
eru við báða veggi og er breidd milli þeirra 2,40 m., en 3 m. alls
út í útskotin, sem þær standa í. Regluleg og óröskuð hvelfing er
yfir. Hæðin er um miðju 2 m., sjá 40, en þunnt taðlag (10 cm.
mest, líklega) er á gólfi. — Strompurinn er ca. 2'/2 m. frá hinum
5. Kolsholts-hellir.
upprunalega gafli. Er bergið þar um ’/, m. að þykkt, en torfstromp-
ur mikill er hlaðinn yfir og dregst mjög að sér að vanda; er örmjór
efst. Að utan er hann nú nokkuð hruninn að austanverðu. Hellir
þessi er hinn þokkalegasti og vistlegasti og virðist vera ágætur fjár-
hellir. Ártalið 1850 og ýmislegt nýlegt krabb er innst í honum. Högg-
förin upprunalegu sjást um hann allan, eftir oddmjótt verkfæri. —
Hellirinn er gerður í móbergslag, sem er undir holtinu, en það er
úr blágrýti.
Vestan-í holtinu eru bergloft eða steinbogar úr móbergi og má
ganga undir þá; eru þeir sem bútar af miklum hellishvelfingum og
sýnist hafa hrunið niður. Er annar innan túngarðs og virðist sá hafa
stefnt frá vestri til austurs og austur í hinn, sem er rétt fyrir austan