Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 44
44
túngarðinn og hefur stefnt frá suðri til norðurs. Hin fyrri hvelfingirr
er víð mjög og virðist varla gerð af mönnum; sú, sem er utangarðs,
er minni, og hefur þó ekki heldur glögg merki þess að vera eftir
menn, enda mjög stór. Þessir hvelfingarbútar eru að eins um 2 m,
að lengd hver. — Reynt var að grafast fyrir framhald, en vantaði
menn og verkfæri. — Farið fram á, að bændur hér gerði það síðar,
Sagnir eru um, að hér hafi verið afarlangur hellir (náð fratn í Hest-
fjall!) og er hann enn í dag kallaður Dimmhellir. Honum á að hafa
verið lokað fyrir því að loft var svo óhollt í honum, að menn sýkt-
ust af. — Sbr. sóknalýs. 11.
Seljatungu-hellir. í Seljatungu er 1 fjárhellir í suður frá bæj-
arhúsum. Forskálinn horfir móti austri, er með mikilli þekju og víður
mjög, um l*/2 m. 7 þrep eru niður. Bergopið er afar vítt og hlað-
ið upp í til beggja handa. Hellirinn snýr frá landnorðri til útsuðurs
og er hlaðið fyrir útsuðurendann nú með torfi og grjóti. Kann for-
skáli að hafa verið þar áður, en hellirinn aflagazt. Lengd er frá
hlaði þessu og inn að botni 6Þ2 m.; breidd er 3,70 m. um miðju og
hæð 2 m. Hvelfingin sumstaðar fremur regluleg, hrunin dálítið vestast
og umhverfis strompinn, sem er á miðju og um SU m. að vídd, með
torfstrompi á, er hlaðinn er mjög saman, um 80 cm. að innan. í
miðjum helli er garði að endilöngu og má þó komast fyrir hann
vestast (syðst), en frá botni mætir honum bergrani (sbr. 41). Ristur
nokkrar eru hingað og þangað frá síðari tímum: Ólafur Guðmunds-
son 1892 o. fl.
Efri-Gegnishóla-hellar. í Efri-Gegnishólum eru 3 heilar. 1 er
fyrir austan bæinn, í túninu. Er hann notaður fyrir hey og borið úr
honum i fjósið. Hann tekur um 400 hesta og er talinn stærsti hellir
í Flóa. Hann er mikill um sig og mjög hár. Hvelfingin er fremur ó-
regluleg og öll lögun hellisins. Forskáli mikiil er suður af, hlaðinn
fram með grjóti og torfi, og er þak yfir sumpart úr bárujárni nú.
Umhverfis er sem tóft forn og vallgróin; er nú sem varnargarður
fyrir skepnur umhverfis forskálann. Forskálinn er 9 m. að lengd og
3/1—13/4 m. að vídd að innan.
í innri endann er hlaðið fyrir nú og op mikið efst; þar er nú
látið niður heyið. Um 3 m. innar eru 2 strompar og að eins ca. 2
m. á milli þeirra. Þeir eru kringlóttir, um 3 4 m. að vídd, hlaðnir
uppháir að ofan, strýtumyndaðir. Á því bili er hvelfingin með beinni
stefnu og glöggum boga efst, en víkkar, er neðar dregur. Út-frá,
vestast, er dálítið útskot og sést það ekki nú, þar eð hellirinn er