Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 47
47
30 ára; áður hefur heyið verið látið inn þar, sem nú er gaflhlaðið
°g glugginn. — Hvergi hefur orðið vart við merki eða letur í helli
þessum. Þar, sem hvelfingin endar, er sléttur gafi, en efst er sem
hornótt innskot.
Hinn hellirinn er rétt fyrir norð-vestan heyhellinn; snýr frá út-
norðri til landsuðurs. Er hafður fyrir fáeinar kindur. Er nú gengið'
ofan í útnorður-enda, 5 þrep niður; forskálinn er hlaðinn upp af torfi
6. Forskáli við kindahelli í Arnarhóli.
og er hvelfing yfir honum með kröppum boga, veggir hlaðnir saman.
Hellirinn er að eins 3. m. að lengd, en botninn er hlaðinn, og nú
ný-hruninn. Breiddin er 2 m. og hæð 1Ú2 m., en skán mun nokkur
á gólfi. Jata er við suðurhlið. Fram-undan forskálanum er lægð. Má
vera að þar hafi verið framhald hellisins í öndverðu og þá gengið
inn í Iandsuðurendann, þar sem nú er gaflinn niðurfallni.
í vestur frá bænum, í svo-nefndum Harðhaus, bungu í túninu,
út-við tjörn, er þar er milli hans og beitarhúsa, vottar fyrir inngangi
í helli, er þar kvað hafa verið og tekið um 30 fjár, en kvað hafa
verið aflagður sökum aðfennis. Ætlar bóndinn að grafa innganginn
upp aftur og moka út hellinn.