Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 48
48
Haugs-hellar. Á Haugi í Gaulverjabæjarhreppi eru 3 hellar.
Nr. 1 er norðan-vert við bæjarhúsin, allur grafinn í jörð. Inngang-
ur móti norðri og er byggt yfir forskálann, sem er með 4 tröppum
og hinni 5. neðst, hárri. Hann er allur gerður í móberg, eða þétt
sandlag og er vel jafn allur innan, alveg beinn og óhruninn. Hann
er 10,50 m. að lengd og um 3 m. að breidd. Innst er lítið skot inn-úr,
hægra-megin, og dálítil stúka vinstra-megin; vottar og nokkuð fyrir
.stúku hægra-megin. Þar er og strompur yfir nú og er opið 1 m. að
7. Inngangur i helli nr. 1 í Haugi.
þvermáli; var áður þrengra, en víkkað nýlega, svo að koma megi heilli
sátu ofan. Bergið er hér um 0,80—1 m. að þykkt og er torfstromp-
ur hlaðinn um opið og allt þó jafnslétt að ofan; hann er 1 m.
að hæð upp-af berginu. Hinn strompurinn er 3 m. frá bergbrún
að framan, í forskálanum; hann er 1—1,10 m. að þvermáli og er
bergið hér að eins um 40 cm. að þykkt, en um 1 m. þykkt moldar-
lag yfir og er það hlaðið innan V2 m. efst; mun allt hafa verið
hlaðið innan með torfi, en hleðslu sér óglöggt neðan-til. — Hellir-
inn er heyhellir, sagður taka 100 hesta. Hann er nú fullur, en skríða
má þó inn eftir heyinu og sjá hvelfinguna og efsta hluta veggjanna.
Víddin er um 3 m. og hæðin sögð um 3 m. Gólf er sagt flatt og slétt
moldargólf. Hellirinn má ekki grafast dýpra sakir vatnsuppgangs. Yzt