Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Qupperneq 49
49
er gólfið litlu hærra að sögn. — Merki, stafir o. þ. h. sjást nú lítt
fyrir ofan heyið. — BJS er á vesturvegg, innan-við ytra stromp.
— Við austurvegg fremst er garður hlaðinn neðst, þar er útskot út-
undir bergið, og er varnað heyinu að falla þar út-undir. — Forskál-
inn er 3 m. að lengd og 1 m. að breidd að innan; að sumu leyti
nýlegur.
2* Nr. 2. Annar er austur á túninu, í hól í hinu svo-nefnda Norður-
túni. Hann er nú ekki notaður, en var áður hafður fyrir fé. Forskál-
inn er hruninn, vesturveggurinn, og þakið er af. Má þó komast ofan
í hann. Lengdin
er 7,30 m. frá
forskála. Víddin
er 5,50 m. um
miðju, en vestur-
veggur er nokk-
uð bogamyndað-
ur; innri endi er
og nokkuð boga-
dreginn. Hellir
þessi hefur verið
mikið mjórri í
fyrstu og verið
víkkaður mjög
vestur-á-við. Er
þar óregluleg og
fremur flöt hvelf-
ing yfir, sjá 43,
en inn-eftir, austan-til, má sjá hina upprunalegu hvelfingu, laglega
bogadregna. Á gólfinu er hleðsla, afhlaðin kró fyrir lömb, vest-
an-til og fremst. Hefur garðinn myndað króna að austanverðu.
Hæðin er um 2 m. Skólflustunga af taði mun vera á gólfinu, en
laust sandlag undir. — Nýlega hefur verið grafin þar kringlótt hola
innst og austast. Strompur einn er innarlega, ca. 2 m. frá innra gafli,
um 70—80 cm. að þvermáli. Hann virðist vera gerður eftir að hell-
inum hefur verið breytt, þvi að hann er þar sem mætist hin upp-
runalega hvelfing og hinn nýrri, flata; verður bergið því ca. 30—40
cm. í hinni fornu, en um 70—80 að vestan-verðu. Torf-hleðsla forn
og óljós er um opið, ca. 1 m. að þykkt.
Nr. 3. Hinn 3. er fyrir sunnan þennan í hól í (suð-)austurtúninu.
Hann er með nýjum forskála og eru 5 þrep, lág og breið í honum.
Hann er nú notaður fyrir fé; er garði á miðju gólfi og jata úr tré á,
4
8. Inngangur í helli nr. 3 í Haugi.