Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 57
57 fram með þá hugmynd, »að þeir kunni, ef til vill, að vera eftir papa, eða hina írsku menn, sem hér voru fyrri en vorir norrænu feður«. Hann leitast við að finna rök fyrir, að þessi hugmynd kunni að reyn- ast rétt, nefnir hana loks tilgátu og segir að »tveir merkir og mennt- aðir menn«, sem hann hafi átt tal við um hellana, hafi komið »báðir fram með þessa sömu tilgátu, án þess hvor vissi af öðrum«. Loks ritaði Brynjúlfur (í Árb. 1905, bls. 52—55) um Þorleifsstaðahelli og nokkra hella í Hvolhrepp, benti á að silungsveiði væri í nánd við þá alla, áleit vera úthöggna mynd i Þorleifsstaðahelli, helzt »dýrlings- mynd og gæti það þá enn bent tíl Papa«, kvað hella á Efra-Hvoli vera í nánd við hvamm, er héti írahvammur, og móahæð, er héti íraheiði; kvað hann þau örnefni styrkja Papa-hugmynd sína. Þessar 3 greinir Brynjúlfs byggðust hver um sig á athugunum árið fyrir og sennnilega eru þær ritaðar um leið og athuganirnar hafa verið gerðar, þ. e. 1899, 1901 og 1904. Haustið 1905, 6. okt., 3 árum eftir að grein Brynjúlfs Jónssonar í Árbók Fornleifafél. frá 1902 var komin út, kom í blaðinu »FjalI- konan« fyrri hluti greinar eftir Einar Benediktsson, með yfirskriftinni íra-býlin; síðari hlutinn kom í næsta tölublaði, 13. s. m. Segir höf- undurinn, að hann hafi »lengi haldið það víst, að áður en Norðmenn, feður vorir, fundu eyjuna, sem vér byggjum, hafi mannavist og mannvirki fundizt víðs vegar um ísland, miklu meiri en sagnir eru enn orðnar ljósar um«. Kvaðst hann »fyrir skömmu« hafa »fundið sýnilegan vott« þessa og ætli í grein sinni »að skýra stuttlega frá þessu nýja sönnunargagni«, er hann hafi fundið fyrir skoðun sinni. Síðan segir hann frá fjóshellinum á Ægissíðu; álítur hann þann helli gerðan af (írskum) munkahöndum mörgum öldum áður en norræn- ir menn »reistu hin heiðnu hof hér á landi«, »írar hafi komið hing- að á átta skipum fáum öldum eftir Krists burð og stofnað hér nokk- urskonar nýlendu« og »mjög líklegt«, »að íranýlendan hafi einmitt dreifzt yfir« Suðurland, »og að elztu bústaðir þeirra hafi verið jarð- hús þau, sem hér er skýrt frá« þ. e. manngerðu hellarnir. Að því er snertir þennan heyhelli á Ægissiðu ræður hann það, að hann sé eftir írska munka, sérstaklega af krossmörkum i honum, sem »eru höggvin á víð og dreif um hvelfingu hellisins«, og »krossmarki all- stóru« á hellisgaflinum innst, sem hann nefnir í því sambandi kórþil, því að honum þykir innsti hluti hellisins vera líkastur »nokkurskon- ar kór með beinu slétthöggnu sandþili, þar sem hellirinn endar; enn fremur segir hann, að víða í hellinum sé líkast því sem rist hafi ver- ið Ogham í sandbergið, án þess þó, að nokkuð ákveðið verði »lesið út úr þeim línum«. — »Á einni stoð er þó hægt að greina stafina
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.