Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 62
62 átt nokkurn þátt í, að Efra-Hvols-hellarnir voru gerðir, enda segir Brynjúlfur um örnefni þessi: »Þau styrkja Papa-hugmynd mína held- ur en nitt, þótt þau, auðvitað, sanni hana ekki«. Einar Benediktsson virðist hafa lagt mikið upp úr því, að kross- mörk væru í fjóshellinum á Ægissíðu, sem sönnunargagni fyrir aldri hans og að hann væri gerður af írskum múnkum löngu fyrir land- námstíð. Nú er það þó svo, að krossmörk hafa menn krotað og gert með ýmsu móti fyr og siðar; virðist ekkert það við krossmarkið á hellisgaflinum og því síður við hin, sem bendir til að þau séu gerð löngu fyrir landnámstíð. Þau virðast eins vel geta verið frá síðustu öldum, enda eru þau það að líkindum, og ósannanlegt, að þau séu eldri. — Innsti hluti hellisins þykir honum líkjast kór, en þótt svo megi segja, þá er ekki hægt að skoða það sem bending um, að hellir- inn hafi verið eins konar kirkja eða guðshús írskra manna löngu fyr- ir landnámstíð, því að ekki voru þá slíkir kórar á kirkjum á írlandi^ enda voru þær þá langflestar litlar timburkirkjur. — Svo eru það ogham-áletranirnar. Fyrst segir hann að eins, að það sé »líkast því sem rist hafi verið Ogham á sandbergið«, síðan kveðst hann hafa greint stafina G. E., og loks fullyrðir hann, að »þessa ogham-stafi hafi engir getað ritað í bergið, nema hinir irsku einsetumenn, sem hér dvöldu Iöngu fyrir landnámstíð«. Það hefði verið æskilegt að höfundurinn hefði sett í greinina þessa stafi, sem hann virðist hafa álitið vera ogham-stafi og sem hann kveðst hafa séð. Nú sjást engir ogham-stafir i hellinum, né í öðrum hellum hér. Greinargerð höf- undarins er því miður ekki nægilega skýr til þess að hægt sé að dæma um það, hvort þessir stafir eða strik, sem hann á við, hafi líkzt nokkuð ogham-stöfum. Vissulega eru engar líkur til þess, að verið hafi fornir ogham-stafir í hellinum, frá því fyrir landnámstíö, og litlar líkur til þess, að þar hafi verið nokkrir yngri ogham-stafir. — Ekki er það yfirleitt líklegt heldur, að Papar, sem hingað komu, írskir munkar eða einsetumenn, hafi gert hér nokkrar ogham-áletr- anir. Þeir notuðu latínuletur, þá gerð þess, sem sumir hafa nefnt »írskt letur« og notað var til bókagerða. — Með ogham-letri urðu ekki skrifaðar bækur, til þess var það of rúmfrekt. Það var notað til mjög stuttra áletrana, aðallega á bautasteina, einkum áður en kristni kom til írlands, og aðallega þar í Iandi. Um 300 áletranir munu kunnar alls; eru 22 þeirra fundnar á Skotlandi, 30 á Englandi og í Wales, og 2 á Mön1). — En hér er ekki verulegt tilefni til að 1) Sjá m. a. P. W. Joyce, Social History, I, bls. 397 o. s. frv.., Archæology of Ireland, bls. 214 o. s. frv,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.