Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 64
64
hellarnir væru frá tíð Papa, að þeir voru höggnir í »hart berg« með
miklum erfiðismunum, »þar sem nóg var byggingarefni og nægur
rekaviður til húsagerðar, eins og var undir Eyjafjöllum bæði á Iand-
námstíð og eftir það.« Það gæti nú verið, þótt menn fyndu engar
ástæður til að fara að gera hella á fyrstu tímum þjóðlífsins hér,
vegna þess, hve mikil gnægð var þá fyrir hendi af rekaviði og raft-
viði í skógum, þá fyndu menn eftir 2—3 aldir frá upphafi íslands-
byggðar til nauðsynjar á því, eða minnsta kosti hentisemi, að gera
sér fremur hella en byggja sauðahús ofanjarðar. Þá var mikið geng-
ið til þurðar og orðið ónýtt, sem til hafði verið í fyrstu, og kaup-
ferðir manna til útlanda orðnar næsta litlar. Þá gat nokkur reynsla
verið fengin um það, hve hentugir hellar voru til sauðfjárgeymslu,
— i fyrstu af notkun náttúruhella með nokkrum umbótum. Þá hafa
menn, ef til vill, á suðurgöngum verið búnir að kynnast manngerðum
hellum í Suðurlöndum. Má þannig finna ýmsar ástæður til þess, að
menn færu að gera hér hella á friðaröld og Sturlungaöld, þótt ekki
hefðu þeir gert þá fyr. En hæpið er að treysta því, að þeir hafi alls
ekki verið gjörðir fyr, þótt ekki sé þeirra getið á söguöld. — Sagan
um hrun nautahellisins í Odda gæti bent til þess, að sá hellir hafi
ekki verið gerður af nægri þekkingu á því, hversu slíka hella skyldi
gera, og eðlilegasta ástæðan til þess þekkingarskorts gæti verið sú,
að shk hellagerð hafi þá verið tiltölulega ný og ekki nægileg reynsla
fengin. — Nú þekkjast engir nautahellar eða annara stórgripa eystra
og hvergi er þeirra getið þar nú, nema hvað tryppi eru geymd í litl-
um hluta af helli á Berustöðum, einn fjárhellir hjá Hellatúni er sagð-
ur hafa verið nefndur Bol(a)hellir og hellir einn hjá Hellum á Landi
kvað hafa heitið Hestahellir og verið í honum stallur fyrir hesta. —
En í lýsingu Holtsóknar segir, að á Seljalandi sé þá, 1840, hellir
fyrir hross, og í sóknalýsingu Kálfholts-, Áss- og Háfs-sókna (í hrs.
Bmf., 19 fol.) er sagt, að á Berustöðum hafi verið hellir, sem á að
hafa »verið fjós fornmanna, máske fyrir 20 naut, og hver bás höggv-
inn í bergið út af fyrir sig«, og ennfremur segir þar, að í Ási sé »hell-
ir brúkaður fyrir hesthús, tekur 18 hesta við stall«. Nauta- og hesta-
hellar hafa þurft að vera víðir og all-háir, og varð þá hvelfingin ó-
traustari, nema hellirinn væri djúpt í jörðu, en þá varð örðugra að
gera hentugan aðgang. Er að því leyti öðru máli að gegna með heyhell-
ana. En jafnan varð einnig að gæta þess, er hellar voru gerðir djúpt
í jörðu, að varast vatnsuppgang. — Þótt þeir Sveinn Pálsson, Gunn-
lögur Oddsson og Kr. Kálund o. fl. tali um hellana sem gerða al-
mennt á þeirra dögum, er það fullvíst, að sumir þeirra eru vafalaust
miklu eldri. Þeir hellar, sem hafa verið teknir upp gamlir, eftir að