Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 65

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 65
65 þeir höfðu lengi verið ónotaðir, virðast sumir munu vera miklu eldri en frá ofanverðri 18. öld, dögum Sveins Pálssonar, og eins og áður er bent til, eru nokkrar líkur til þess, að gamlir, hálf-fullir hellar, hafi verið teknir upp á hans dögum og gefið tilefni til hinnar und- arlegu kenningar manna um tómin í hólunum. Það virðist hafa þurft nokkrar aldir til að sumir þessara hella fylltust eða yrðu hálfir af leðju og mold, sem hvergi gat komist inn í þá annars staðar en um innganginn og strompinn (ljórann). — Annað er það einnig, er bend- ir ótvírætt á allháan aldur sumra hinna manngerðu hella, nefnilega bæjanöfnin, þar sem bæirnir eru beinlínis kenndir við þá. í því sam- bandi koma þessi bæjanöfn til athugunar í Rángárvallasýslu: Hell(n)a- hóll undir Eyjafjöllum, Hellishólar í Fljótshlíð, Hell(n)atún, Árbæjar- Hellir og Velleifsholts-hellir í Holtum, Hellar («Hellur«) og Hrólfs- staða-Hellir í Landssveit; en í Árnessýslu þessir: Hellisholt í Hruna- mannahreppi, Kolsholts-Hellir í Villingaholtshreppi, Miklaholts-Hellir í Hraungerðishreppi, Hellar (»HeIlur«) vestri og eystri í Gaulverja- bæjarhreppi og Hellir í Ölfushreppi. Af þessum nöfnum koma þó Hell(n)ahóll, Hellishólar, Hellisholt og Hellir (í Ölfushreppi) varla til greina í þessu sambandi, því að þeir bæir munu ekki kenndir við manngerða hella. Árbæjar-, Vetleifsholts-, Hrólfsstaða-, Kolsholts- og Miklaholts-Hellar, og sömuleiðis Hell(n)atún, eru allir hjáleigur, sem óvíst er um, hvenær byggst hafi, og ef til vill eru allir frá síðari öldum. Árbæjar-Hellir er nefndur í jarðabók Árna Magnússonar (I., bls. 337), kallaður einungis Hellir, talinn afbýli, sem 2 búendur búa á. Vetleifsholts-Hellir er einnig nefndur s. st. (bls 370), og að eins Hellir, talinn býli frá Vetleifsholti og sagður vera í eyði og hafa öðru hvoru verið það, en vera byggður þá fyrst fyrir hér um bil 40 árum, þ. e. um 1670. Hrólfsstaða-Hellir hefur enn ekki verið byggð- ur er jarðabókin var gerð; hann er ekki nefndur þar, og jörðin sjálf (Hrólfsstaðir) komin í eyði. Brynjúlfur Jónsson upplýsir í Árb. frá 1898 (bls. 7—8, sbr. 15), að Hellir (svo nefnir hann bæinn) hafi að sögn verið hjáleiga í fyrstu. en eignast Hrólfsstaðaland og orðið sjálf- stæð jörð, er Hrólfsstaðir eyddust. Það virðist þó af jarðabók Á. M. rangt, að Hellir hafi verið hjáleiga í raun og veru, þar sem Hrólfs- staðir voru komnir í eyði og sýndust »engan veginn kunna aftur byggjast« áður byggð tókst upp í Helli. Enn fremur segir Brynjúlfur að Hellir hafi áður staðið »nokkru utar en nú i hraunbrúninni« og Jón nokkur Ögmundsson hafi flutt bæinn á árunum 1804—’24 þang- að, sem hann er nú. Kolsholts-Hellir er í jarðabók Á. M. talinn frá vestri bæ Kolsholts, »byggð fyrir manna minni við heimatúnið«; benda þau ummæli síst á háan aldur þessa býlis. Miklaholts-Hellir 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.