Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Qupperneq 68
68
Um notkun þeirra til nauta- og hesta-geymslu fyrrum, var sagt dá-
lítið hér að framan. — í sumum er geymt bæði hey og fé, og þá
gert í milli, og sums staðar eru heyhellar, en fremur óvíða; eru 2 á
Helluvaði, 1 á Hellum á Landi, 1 í Hrólfsstaðahelli, 1 í Árbæ, nýr
2—3 á Ægissíðu, 1 í Miklaholtshelli, 2 í Efri-Gegnishólum, 1 á Arn-
hóli og 1 á Haugi; enn fremur er hellirinn að Helli í Ölfusi nú hafður
fyrir hey, en var áður fjárhellir. í Hell(n)atúni er 1 lítill hellir (»Gjögr-
ið«) notaður fyrir hænsni. Á 4 bæjum eru jarðepli og aðrir jarðar-
ávextir (gulrófur) geymdir í hellum (á Helluvaði, Gegnishólaparti,
Hólshúsum og Syðri-Gegnishólum). Á Berustöðum og í Hell(n)atúni
eru hellar notaðir til enn annarar matvælageymslu, að minnsta kosti
á sumrum, og sömuleiðis 1 að Ægissíðu, og þar er hinn merkilegi,
gamli búrhellír. í sumum eru geymd áhöld á sumrum, þau sem þá
eru ekki notuð, svo sem rokkar, meisar o. fl.
Vitnisburður eða sagnir um mannavist í þessum manngerðu hell-
um eru fáar. Þjóðsögn er um Hrútshelli undir Eyjafjöllum (sjá Árb.
1902, bls. 26) og Steinahelli, þar var þing'nús um hríð (s. st. og enn
fremur hér á eftir). Einsetukarl, Eiríkur rauði, á að hafa hafst við í
hellinum á Geldingalæk, enda báru hlóðir og aska vott um manna-
vist þar (Árb. 1900, bls. 6—7); sömuleiðis fannst aska og hlóðir á
einum stað í helli í Ási. En raunar er það ekki fullkomin sönnun
fyrir verulegum mannvistum í hellum þessum, að þar hafa fundizt
hlóðir og aska. Það þarf ekki að benda á frekari mannavist en mat-
vælageymslan í öðrum hellum. Menn kunna að hafa gripið til þess
í viðlögum, t. d. er stóð yfir bygging nýs eldhúss, að gera hlóðir og
sjóða mat í helli á bænum.
Einu hellarnir, sem nokkur vissa er fyrir að menn hafi búið í,
eru hellarnir í Miklaholtshelli, annar að minnsta kosti, — auk þess,
sem vert er þó að minnast á í þessu sambandi, að árið 1910 fóru
ung hjón að búa í Laugarvatnshellum og mun byggð hafa haldizt þar
við eitthvað eftir það, og búið var þar 1921 ^). Eins og áður er skýrt
frá, stendur það í lýsingu íslands í Landaskipunarfræðinni, að í Flóa
sé hellir nokkur í móberg, er notaður sé til íbúðar. Eru helzt likur til
að þar sé átt við heimahellinn við bæinn í Miklaholtshelli, en í
sóknarlýsingunni frá 1841 er hann þó talinn vera fjárhellir þá. Að
hann er eina húsið, sem fylgir jörðinni, bendir til þess, að í fyrstu
hafi hann verið hafður til íbúðar, verið »jarðarbaðstofa«. Hinn hellir-
inn þar, sem er suður frá bænum, í suðurenda holtsins, var háfður
1) Þeir eru nefndir Laugardalshellrar i lýsingu íslands eftir Gunnlög Odds
son og er sagt þar, að þar hafi verið sæluhús.