Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 69
69
um s4und til íbúðar í manna minnum, eins og skýrt er nánar frá í
lýsingunni af honum hér að framan, en raunar hefur hann ekki verið
til þess ætlaður, né heldur hæfur.
Eftir þessu verður lítið sagt frá hellavistum manna í þessum
héruðum. íslendingar hafa heldur aldrei neinir hellabúar (troglo-
dýtar) verið. — Þegar sumir fáfróðir ferðalangar hafa af illgirni í
garð íslendinga reynt að telja erlendum mönnum trú um það, að
hér byggju menn í jarðholum, þá hafa þeir heldur ekki átt við það,
að menn hefðust hér við í hellum eða jarðhúsum, heldur hafa þeir
átt við torfbæina.
í sambandi við það er nú var sagt um mannavist í þessum
hellum, sem hér er um að ræða, er vert að vekja að síðustu sérstak-
lega eftirtekt á hinum einkennilegu, löngu og þröngu rangölum inn
úr einum hellinum hjá Efra-Hvoli og bæjarhellinum að Hellum á
Landi, sbr. lýsingarnar af þeim hér að framan. Á Hellum hefur rangal-
inn víst verið undirgangur milli hella og ef til vill gerður að eins í
þeim tilgangi, þótt þjóðsagan um hellinn og ganginn bendi til þess,
að hann hafi engu síður verið ætlaður til undankomu, eins og jarð-
húsin sum í fornöld. En rangalinn inn úr Efra-Hvols-hellinum hefur
aldrei verið gangur yfir í annan helli né neitt hús, og verður ekki
heldur séð, að hann hafi átt að verða það. En hann gat verið ágætt
fylgsni til undankomu til að leynast í fyrir óvinum, og lítur helzt út
fyrir að hann hafi beinlínis verið gerður til þess eins.
Þó að fæstir af þessum manngerðu hellum séu mjög fornir eða
stórkostleg mannvirki, og þó að þeir séu hvorki forsögulegir né furðu-
legir að neinu leyti, þá eru þeir samt all-merkilegir margir og verð-
skulda athygli og varðveizlu. Þeir eru sumir allra húsa elztir á landi
hér og eru líklegir til að standast betur tímans tönn um ókomnar
aldir en flest þau mannvirki, sem ofanjarðar eru.
Skýrslur um hella,
teknar úr sóknalýsingum presta, frá þvi um 1840.
1. Úr lýsingu yfir Eyvindarhóla-, Steina- og Skóga-sóknir
eftir séra Magnús Torfason, 1840.
Þeir helztu hellar hér eru Rútshellir og Steinahellir; um Rúts-
hellir má lesa í G. Oddsens Landaskipunarfræði, 1. p., pag. 180. Steina-
hellir er einn sá nytsamasti og merkilegasti hellir. Var þetta fjárhellir