Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Qupperneq 73
73
upp-frá sam-nefndum Rauðalæk. Hóllinn er ílangur frá norðri til suð-
urs og lítil þúfa upp-úr miðju. Vestan-í nefndan hól fór bóndinn Ás-
mundur að grafa árið 1824 og fann þar hart móberg, sem hann
klappaði inn-í hellir, 12 ál. að lengd og 3 ál. að breidd og 3Ú2 al.
að hæð, með strompi upp-úr. Þennan hellir brúkar hann fyrir geld-
sauði.
K. Annar hellir er af sama bónda klappaður árið 1830 inn-úr
graslág austan-í túnhólnum, sem bærinn stendur uppá. Hann er 8 ál.
að lengd, 4 ál. að vídd, 4 ál. að hæð, með strompi klöppuðum upp-
úr. Þessi hellir brúkast fyrir lambhús.
L. Á bænum Brekkum er hellir austan-í túnhólnum. Hann er
12 ál. að lengd, 4 ál að breidd, 3*/2 alin að hæð, með strompi upp-
úr og forskála. Álízt hálfur klappaður af mönnum.
M. Á bænum Litlu-Tungu er þrídyraður hellir, sem brúkast fyr-
ir fé, hey og lömb. Hann liggur í túnhólnum, fáa faðma austur-frá bæn-
um. Allar dyrnar eru gerðar af mönnum og 3 strompar. Afdeilingin
fyrir féð er 14 ál. að lengd, 4 ál. að vidd, 3 ál. að hæð. Afdeilingin
fyrir heyið er 8 ál. að lengd, 6 ál. að vídd, 5 ál. að hæð, með stúku til
vesturs úr norðurendanum; hún er 5 ál. að lengd, 6 ál. að vídd, 3
ál. að hæð. Til hægri hliðar, þegar inn er gengið í fjárhellirinn er
afdeiling fyrir lömbin; hún er 8 ál. að lengd, 5 ál. að vídd, 4 ál. að
hæð. Norður-af henni er aftur stúka til norðurs og suðurs, 5 ál. að
lengd, 3 ál. að vídd og 3 ál. að hæð. Þessi hellir er að fornu allur
klappaður og boraður. Ekkert letur er í honum ellegar neinum af
þeim fyrtöldu hellrum.
N. Á afbýlinu Hellir frá Árbæ er heyhellir. í hann er innan-
gengt úr fjósinu. Hann tekur 90 hesta af heyi. Hann er 15 ál. að
lengd, 6 ál. að vídd og 5 ál. að hæð. Hann er að því leyti merkileg-
ur, að í hann eru klappaðir stafir, sem undir svari til 68du spurning-
ar sjást myndaðir ^).
10. Úr lýsingu Kálfholts-, Áss- og Háfs-sóknar, sennilega
eftir séra Benedikt Eiriksson, aðstoðarprest (og tengdason)
séra Brynjólfs Guðmundssonar; frá því um 1840.
Hellrar eru hér á nokkrum bæjum; eru þeir bæði fjár- og hey-
hellrar. Einn er á Efri-Hömrum, fjárhellir, tekur 30 kindur, hvergi
meir en 2 ál. á hæð. Upp-úr miðjum honum er gluggi, 1 '/2 í þver-
mál; upp-af honum er hlaðinn faðmhár strompur, að draga til sín
1) Gleymst hefur þó að mynda þá þar, en þeir eru skrifaðir á lítinn miða,
sem fylgir sóknarlýsingunni. Eru það sömu stafirnir og í lýsingunni hér að fram-
an (bls. 18), nær því allir.