Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 75

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 75
75 13. Úr lýsingu Hraungerðis-sóknar eftir séra Sigurð G. Thorarensen, 1841. Austur-við Hróarsholtslæk, og gagnvart Hjálmholti, stendur Mikla- holtshellir; er bærinn kenndur við holtið, er hann stendur á. í Mikla- holti eru 2 hellirar; annar innar-af bænum, hinn í suðurenda holts- ins; taka þeir 100 fjár hvor. ■14. Úr lýsingu Hruna- og Tungufells-sókna eftir séra Jón Steingrímsson, 1840. Engir eru hér hellirar, svo eg viti, að frá-teknum fáeinum smá- skútum, sem brúkaðir eru sauðfé til skýlis. 15. Úr lýsingu Torfastaða-, Haukadals-, Bræðratungu- og Skálhoits-sókna eftir séra Björn Jónsson, 1840. í Fellsfjalli er lítill hellir í Fells-Iandi og annar í Vörðufelli í Fjalls-landi, sem brúkaðir eru til að láta sauðfé liggja inní. 16. Úr lýsingu Miðdals- og Úthlíðar-sókna eftir séra Pál Tómasson, 1840. Við Reyðarmúlann, í þessu hrauni (Barma- eða Reyðarmúla- hrauni) er hellir einn langur, er liggur frá Iandnorðri til útsuðurs, með mörgum opum, og brýr á milli; er hann nefndur Stelpuhellir. Hellrar eru hér öngvir nafnkenndir, utan Laugarvatns-hellrar. Þeir liggja suðaustan-undir Reyðarmúla, í móbergsklöpp. Annar þeirra er stór, og dyr á, vænar. Suður-af honum er hinn minni, með litl- um dyrum. í hann er innangengt úr þeim stærri. Veggir hins stóra eru útskornir með fangamörkum þeirra, sem hafa reist á seinni tím- um, því hellrarnir liggja nálægt þjóðvegi; og að því leyti mega þeir einnig merkilegir heita, að þeir eru brúkaðir fyrir fjárhús á viss- um árstímum. 17. Úr lýsingu Klausturhóla- og Búrfeils-sókna eftir séra Jón Bachmann, 1840. Klausturhólahellir, — í sjálfu sér er (hann) ekkert, nema hraun- skúti, til einskis brúkanlegur, fyrir leka og aðfenni, en nafnkendur af traditióninni, sem segir, að annar endi hans eigi að liggja, með dyr- um á, niður í Flóa, og liggur hann þá drjúgum dýpra Hvítár-farvegi; en enginn veit að segja, hvar helzt í Flóanum þessar dyr séu, og greinir mikið á um það. Skal kálfur, eftir sögninni, einhvern tíma í fornöld hafa villzt inn í hann, enn komið eftir nokkra daga fram suður í Flóa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.