Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Qupperneq 86
86
með kolgjörðarmönnum. En mælt er, að Loptur hafi styggzt við. Bréfið
telur örnefnin í réttri röð og byrjar í landsuðurhorni skóglendisins og
heldur rangsælis. Mun eg og fylgja röð þess um upplandið, þó það
sé andstætt röð minni um syðra hluta Saurbæjarlands. Læt eg og
fylgja ljóðabréf hans hér á eptir, þvi það er mjög skemmtilegt.
Gegnt Kringlumýri er ofan götu skógarhlíð nokkur milli bæjar-
gils og Saurbæjarár. Sú hlíð ásamt þeirri, er utan er bæjargils, er nú
kölluð Kinn. En það er glöggt af vísnaröðinni, að Kinn heitir að
réttu lagi að eins utan bæjargils en milli gilja heitir Fannahlíð, og
er hún all-löng og vaxin kjarri. Uppi á hálsinum er tindur hár, er
Prjónastrákur er kallaður, og er þjóðsögn um. Guðríður, kona séra
Hallgríms Péturssonar (Tyrkja-Gudda), á að hafa beðizt þar fyrir að
hætti Múhammeðsmanna. Norðan við hálsinn eru fjallasund, vaxin
broki. Er Dýjasund stærst, fullt af tjörnum. Þar kemur bæjarlækur-
inn upp í útsuðurhorni þess. Norðar er Þversund norður undir Vatna-
skógi. Þar austur af eru Þverhnúkar, mjög hávir. Fyrir sunnan og
austan þá er Leirdalur, vaxinn kjarri að vestanverðu (Saurbæjar
megin). Austan í Þverhnúkum eru steinveggir eptir sauðhúsin fornu
uppi á hæð nokkurri, og heitir Sauðhúsalág þar austur af, en til út-
norðurs gengur Selskarð. Þá er fer að halla norður í Svinadalinn er
dys allmikil rétt við veginn og heitir Erfingi. Er þjóðsögn um. Vinnu-
maður á Draghálsi (fremst í Svínadal) lézt að vetri til, og skyldi
flytja líkið til Saurbæjarkirkju. En þá er kom að hæð, þeirri er síð-
ast sá Dragháls, sligaðist hesturinn, og varð eigi lengra haldið, enda
hafði hann svo um mælt, að eigi vildi hann hverfa úr Draghálslandi
eða þó eigi fjær en svo, að hann mætti átthaga sína sjá.
Norður af Erfingja heita Hallar. Sellækurinn fellur til útnorðurs
úr Höllunum eða öllu heldur ofan úr Borgum niður á Kúvallareyrar
og út í Glammastaðavatn. Heitir þar Merkjatangi gegnt Glamma-
stöðum, er allskammt er yfir vatnið. Firnadjúpt er þar fram af tang-
anum.
En því heitir Sellækur, að þar var Saurbæjarsel skammt ofan
við Kúvallareyrar. Sér þar enn tóptir þess. Þar var Þórsteinn Odd-
geirsson öxnabroddur, er Hólmverjar fóru til Saurbæjar og drápu
Skroppu fóstru hans, er var fjölkunnug og hafði gjört þeim sjón-
hverfingar, en rændu nautum og tóku dóttur hans, Sigríði, og fóru
með út í Hólm. Segir í 25. kap. Harðar sögu: »Nú koma þeir á
bœinn; Skroppa var heima ok dœtr bónda, Helga ok Sigríðr, en Þór-
steinn var í seli í Kúvallardal. Þar heitir nú Svínadalr« (elzta útgáfa