Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 92

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 92
Þrjú bréf frá Sigurði Guðmundssyni málara til Jóns Sigurðssonar forseta1). 1. Reykjavík 9. Október 1863. Háttvirti, góði vin! Eg þakka yður kærlega fyrir bréfið og Lögbergsgaunguna. Tregt gengur mér að safna saman upplýsíngum um Þíngvöll, en þó hefi eg fengið talsvert síðan seinast, sem mér þykir þó mikilsvert, þó það sé ekki beinlínis um það forna þíng, þá má margt byggja á því, og eins ver það misskilníng. Hér er um að gjöra að fá sem flest vitni að öllum sögnum, til þess að komast hjá Iygasögnum, enda er þá síður orsök til að rengja sagnirnar. Eg sé, að ekki eru tiltök að gjöra nokkuð verulegt í þessu máli fyr en menn hafa safnað öllum þeim sögnum og sönnunum, er menn vita að hægt er að fá með góðu móti. Því verð eg enn sem komið er að rengja sagnirnar og veit eg ekki, hver segir réttast, því sumstaðar eru 2 á móti 2 eða 1 á móti 2, eða bræðrum ber ekki saman, en þó er það fátt sérlega áríðandi, sem mestur ágreiníngur er um. Eg hefi orðið svo hepp- inn að ná í eitt gamalt kort af Þíngvelli; samt er það eins og það er nú frá 18. öld (líklega snemma). Þetta kort er ekki vel yfirgrips- mikið, en samt sannar það ljóslega margar minar ályktanir, og skýrir fullvel margt, sem áður var óljóst, en hrindir gjörsamlega mörgum sögnum, sem mér hafa verið sagðar. Þar á sést lag Þíngvalla-staðar og kirkjunnar, sem er krosskirkja, gjör af timbri, þar er sýnd lögréttan með klukkunni, og þarna sést lag á þrenns konar tjöldum og eins hlaðnar búðir, etc. Eg hefi og orðið var við, að annað kort hefir verið til, en það er til allrar óhamingju líklega glatað, eða að minsta kosti finst það hvergi, og áttu það þó reglumenn. Skyldi nokkuð vera að græða á Alþíngisbókunum viðvíkjandi Þíngvelli, nema það 1) Sbr. Bréfaviðskifti Jóns Sigurðssonar forseta og Sigurðar Guðmunds- sonar málara 1861—1874 í Árb. Fornleifafél. 1929, bls. 34, o. s. frv.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.