Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 93

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 93
93 sem þér hafið sett í lögsögumanna talið? Þér eruð víst mjög kunn- ugur þeim. En eg er það ekki, og sé mér varla fært að eyða tíma til að leita að því eða öðru en því sem eg man úr sögunum, eða dett ofan á við að fletta þeim. Eg gjöri það sem eg get, en miklar vonir megið þér samt ekki gjöra yður um minn dugnað. Þér hafið séð af Þjóðólfi, að eg hefi þegar komið því til leiðar að forngripasafnið okkar er þegar að nafninu stofnað, og öllu því, sem enn er fengið, er skipulega komið fyrir í 2 púltum með glerloki, og er annað alveg fult af fornum vopnum, en hitt fult af alls konar hlutum úr málmi, og er sumt mikið gamalt. Þar að auki höfum við fengið talsvert af tréverki eða eigum von á því, og fleiri vopnum, er eg hefi frétt að fundizt hafa nýlega (sverð fyrir austan), ef til vill frá fornöldinni. Eg hefi ekki enn getað auglýst nærri allt sem komið er, eða eg á von á, sem eru yfir 100 hlutir frá ýmsum öldum. Þetta er góð byrjun, ef það gæti haldizt, en til þess þarf peníngaafl, því varla getur það vakið nægilegan áhuga þjóðarinnar fyr enn safnið eykst og því er þolanlega fyrir komið. Þá fyrst skilur almenningur það og hefir gaman af því, en í byrjuninni hlæja menn að því. — Það væri æskilegt, ef þeir við forngripasafnið í Höfn vildu hlaupa undir bagga með okkur og hjálpuðu oss um hitt og þetta, t. d. bronze- og síem-vopn, sem hér er alls engin von á að til sé. — Líka þurfum við að fá sumt eptirgjört, sem þeir hafa frá íslandi, en þar á móti vona eg að við getum með tímanum styrkt þá í mörgu með okkar skýrslum, og frætt þá um hitt og þetta, sem þá vantar, og jafnvel eptirgjört sumt, sem við kunnum að fá og þá vantar. Þetta held eg sé rétt. Eg hafði í sumar tekið saman kapítula er eg ætlaði að senda kultusministernum, í líka stefnu og þér ráðleggið, en eins og þér munuð vita, þá var ég einn míns liðs, því Jón Árnason var þá í Englandi, en þíngannirnar, sem þá stóðu yfir, bönnuðu mér ekki að eins alla hjálp, heldur líka gjörðu þær ómögulegt að koma málinu í kríng. Svona fór það, en eg kem því á framfæri þegar unt er. 1 bollasteinn eða Ólafsbrauð held eg sé á Múnkaþverá, ef eg man rétt, eða að minsta kosti þar í grend í Eyjafirði. Gaman væri að gjöra dúkkur (brúður) með islenzkum búníng frá öllum öldum, en oss skortir bæði penínga og þekkíng til þess enn sem komið er, því miklu meira þarf að safna af fornmenjum og fornbókum og myndum enn en er gjört, ef það á að geta orðið gjört áreiðanlega eða svo í lagi fari. Það væri öldúngis nauðsynlegt að »verva« sem flesta menn til að skrifa um örnefni í sögunum, til dæmis um Egilssögu í Borgarfirði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.