Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Blaðsíða 16
16
aóarviðbáran í stjórnarskrármálinu skuli
koma einmitt frá embættismönnum og
öðrum mótstöðumönnum endurskoðunar-
málsins; en það eru einmitt þessir sömn
menn, sem allt af hafa á móti afnámi ó-
þarfra embætta, og jöfnun launa, og hafa
sett sig með hnúum og hnjám á móti inn-
leiðslu tolla á munaðarvöru.
J>að hefir verið þráttað hjer mikið um,
hvort hið endurskoðaða stjórnarskrárfrum-
varp fari fram á að innleiða hjer »maske-
raða repúhlik» eða dulklætt þjóðveldi. En
þetta er bara að kljást um orð. Jeg skýt
því til hr. H. H., að verða mjer samdóma
um, að »stryka hurtu stóru orðin», eins
og hann hefir sjálfur svo vel að orði kom-
izt.— En eitt er víst, að hvar sem er þing-
bundin stjórn, þar getur allt af orðið á-
greiningur milli konungsstjórnar og þjóð-
þings, og annaðhvort verður stjórnarskráin
þó að leggja ríkara valdið í hendur stjórn-
arinnar eða þingsins. par sem þingi er
tryggð yfirliöndin, þar er þingræðis-stjórn
— parlamentarismus. |>að er það, sem
hin endurskoðaða stjórnarskrá fer fram á,
og það er hið eina fyrirkomulag, sem
tryggir sannarlega sjálfstjórn. Hvort það
er kallað dulklætt þjóðveldi eða ekki, það
gerir ekkert til; það er það fyrirkomulag,
sem England, lýðlönd þess og annars öll
lönd með fullu þjóðfrelsi hafa.
Hitt fyrirkomulagið getur verið gott,
meðan ekkert reynir á, meðan á engri
stjórnarskrá þarf að halda; en komiágrein-
ingur uþp, fer hjá slíkum þjóðum stjórn-
arskráin »í mola», eins og nú hjá Dönum.
Tryggi stjórnarskráin ekld þjóðinni valdið>
ef í þrautir rekur, þá gef jeg ekkert fyrir
stjórnarskrána.
H. háttv. fulltrúi (H. H.) kvað mál
þetta of lítið hugsað. Af hverjum ? Af
okkur, sem höfum barizt við að hugsa um
það árum saman? Með hvaða rjetti getur
hann sagt það? En hitt er trúlegra, að
liann þykist ekki húinn að liugsa það
nógu vandlega, og furðar mig minna á
því, því að í vetur er leið, er hann hjelt
minnisverðan og að mörgu merkilegan
fyrirlestur, og átti orðastað út af honum
í blöðunum, sýndi hann, að hann var ekki
farinn að lesa stjórnarskrárfrumvarpið.
Hanri hefir því haft stuttan tíma til að
hugsa það; en á allt ísland að bíða eptir
honum, — eptir því að hann þá, ef til
vill, komist að sömu niðurstöðu, sem vjer
nú ?
Hr. H. Hafstein og nærri allir mótsöðu-
menn vorir játa, að núgildandi stjórnar-
skrá sje ábótavant. En aldrei koma þeir
með tillögu til neinnar breytingar; aldrei
vilja þeir vinna saman við oss að því, að
bæta úr göllum hennar í neinu.
|>eir rífa niður allar tillögur vorar, og
líka það sem er, en þeir hafa ekkert að
setja í staðinn. Meðan þeir gera það
ekki, hafa þeir engan rjett til að segja,
að frumv. sje vanhugsað. — Hr.H. Hafstein
sagði, að engin stjórn gæti nokkurn tíma
skrifað undir annað eins frumv. eins og
stjórnarskrárfrv. En engar ástæður færði
hann fyrir því. |>að er vonandi, að hann
geri það í næstu ræðu. Hann nefndi að
vísu, að konungur gæti ekki eptir því
numið lög úr gildi. J>að getur hann nú
heldur ekki. Stjórnarfyrirkomulagið í Nor-
egi gæti miklu fremur nefnzt »maskeruð
repúblik» en stjórnarfyrirkomulagið, sem
frumv. fer fram á, því að í Noregi er
»suspensivt veto». Og stjórnarfyrirkomulag-
ið í sumurn nýlendum Englendinga er
rýmra fyrir þjóðfrelsið, heldur en hið énd-
urskoðaða stjórnarskrárfrv. Stjórnir í ýms-
um löndum hafa því skrifað undir víð-
gengari ákvæði, en í frv. eru.
Það er undarleg skoðun hjá hr. H. H.,
að vjer getum tekið öllum framförum án
stjórnarskrárbreytingar. |>ví gera þeir
herrar mótstöðumenn vorir þá ekkert þjóð-
inni til framfara? |>eir gera ekkert. .
En þetta er heldur ekki rjett, að stjórn-
arskráin hamli hvergi framförum. Stjórn-
in hefir t. d. opt sett sig á móti ýmsurn