Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Blaðsíða 38
88
laust áhrifamest, að áskorunin kæmi frá
peim.
Páll Pálsson (bóndi) kvað hjer mest
um vert, að gefa pingmönnunum hvöt til
að láta í Ijósi, hvern vilja peir hefðu í
stjórnarskrármálinu. Ef nú væri farið að
skrifa kjördæmunum og svo yrðu menn
par að sameina sig, kvaðst hann ætla að
framkvæmdin mundi verða svo erfið, að
áskorun til kjördæmanna myndi eigi hafa
tilætlaðan árangur.
|>ví næst töluðu ýmsir um málið:
pórðnr Guðmundsson, Sigurður Stejáns-
son, Guttormur Vigfússon, Slcúli Thor-
oddsen og Jón Steingrímsson með, en
Stefán M. Jónsson móti aukatillögu
nefndarinnar.
Atlcvœðagr.: Aðaltillaga nefndarinnar
með peirri orðabreytingu, er hún hafði
sjálf gert á henni, var sampykkt með 26
atkv. gegn 1 (H. Hafstein), að viðhöfðu
nafnakalli eptir ósk nefndarinnar, —
svolátandi:
Fundurinn skorar á alþingi að semja
og samþykkjafrumvarp til endurskoðaðra
stjórnarskipunarlaga fyrir Island, er
óyqgt sje á sama grundvelli og fari í
Uka stefnu og frumvórpin frá síðustu
þingum, þannig, að landið fái alinnlenda
stjórn með fullri ábyrgð fyrir alþingi.
þá var breytingartillaga fundarstjóra við
aukatillöguna felld með nafnakalli með
23 atkv. gegn 4 (Arnór Arnason, Einar
Jónsson, Jón Einarsson, Stefán M. Jóns-
son); en aukatillaga nefndarinnar sam-
pykkt með öllum atkv. gegn 1 (H. Haf-
stein; — fundarstjóri greiddi eigi atkv.,
hvorki í pessu máli nje öðrum), svolát-
andi:
Fundurinn skorar á þá alþingismenn,
er eigi fylgdu stjórnarskrárfrumvarpinu
1887, að gefa nú þegar kjósöndum sín-
um fullnœgjandi loforð um að framfylgja
framvegis stjórnarskrárbreytingunni í
frumvarpsformi, hiklaust og röksamlega,
en leggja ella tafarlaust niður þing■
mennsku.
X. Fjölgun þiiiginanna.
Benedikt Sveinsson alpm,: f’að er nú
komið að peim tíma, að vjer skiljum.
Fundarmenn hafa nú lokið pví starfi, sem
peir hafa ákveðið, og peir hafa leyst störf
sín pannig af höndum, að pjóðinni er til
sóma, og peir hafa sýnt pá eindrægni, að
pað spáir góðu eigi að eins fyrir fram-
gangi pess aðalmáls, sem fundurinn hefir
haft með höndum, heldur og framtíð
landsins, pegar ýmsir af peim, sem hjer
sitja á fulltrúabekkjum, hafa tekið sæti
meðal peirra, sem eiga að ráða lögum á
landi voru. Eundurinn hefir nú ályktað,
að skora á alpingi, að framfylgja ýms-
utn málum; en pótt öll pjóðin og allir
hinir pjóðkjörnu alpingismenn vildu af
heilum huga fá einhverju framgengt, pá
er pó skipun alpingis svo, að pað er óvíst
nema peir standi aflvana fyrir 6 mönn-
um, sem stjórn Dana skipar á bekk með
peim. Helmingur alpingismanna í efri
deild er konungkjörinn, og pegar báðir
greiða atkvæði, hinir konungkjörnu og
hinir pjóðkjörnu, pá er forsetakosning
komin undir hlutkesti, pað er undir blindu
atkvæði komið, hvort hinir konungkjörnu
verða í meiri eða minni hluta á alpingi.
En ef peir eru í meiri hluta, getur stjórn-
in gert »skrúfu« og hindrað á sjálfu
pinginu allt sem pjóðin vill hafa
fram.
I fyrra sumar sampykkti pingið lög
um að breyta tölu pingmanna í efra og
neðri deild, með pví að flytja tnenn úr
neðri deild upp í efri deild. En eptir
skoðun stjórnarinnar raskar petta hlut-
fallinu milli efri deildar og neðri deildar,
en pað heimtar, að ef tveimur er bætt
við í efri deild, pá sje 4 bætt við í neðri
deild. Úr pví að svo lítur út, sem stjórn-