Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Blaðsíða 21
21
ar, og það er pá pjóðin, sem sker úr mál-
um. |>að er pví ekki rjett að segja, að
þingið geti að eins með að neita fjárlög-
um gert alla stjórn ómögulega, beldur
befðu þeir átt að segja, fyrst þeir fóru svo
mikið út í þetta atriði, að þjóðin gæti
með fjárveitingarvaldi fulltrúa sinna beygt
stjórnina á skemmri eða lengri tíma til
að láta undan. j>etta er margsannað af
vísindamönnum og viðurkennt; en jeg tel
það óbeppilegt, að vera að fara langt út
í þetta, því að þetta er ekki nema tóm
grýla, sem mótstöðumenn vorir finna upp
á, því að þingið hefir enga ástæðu til að
neita fjárlögum; það getur á margan ann-
an hátt beygt stjórnina til að fara að vilja
sínum.
Hitt atriðið er um verndartolla til að
styðja iðnað í landinu. Jeg nefndi þetta
orð aldrei. En svo að jeg minnist á þetta
atriði, þá liggur það í augum uppi, hversu
nauðsynlegt er að koma upp iðnaði í land-
inu. Yjer flytjum út skinnin, til að kaupa
þau svo aptur dýrum dómum, eptir að
þau hafa verið sútuð í útlöndum ; vjer
seljum ullina óunna út úr landinu fyrir
lítið verð, en kaupum aptur frá útlöndum
dýra ullardúka, og þannig má balda á-
fram með fleira, og væri reynt að fara út
í æsar, þá mundi skaðinn af þessu ráðlagi
skipta miljónum. — J. Ó. kallaði skoðanir
mínar úreltar og alveg rangar. En hafa
þá ekki öll lönd komið upp iðnaði hjá
sjer með verndartollum, og tryggja ekki
margar þjóðir iðnað sinn enn í dag með
verndartollum ?
H. fulltrúi Kjós. og Gullbr.s. (H. H.)
játaði, að aukaþingin mundu verða jafn-
mörg, hvort sem frumv. kæmi frá þinginu
eða stjórninni; en ef svo er, hver er þá
fjársparnaðurinn við ávarpið ? Enginn,
alls enginn. Og því getur ávarpið ekkert
hjálpað tekjuhallanum. En ávarpsvegur-
inn er óheppilegur, eins og tekið hefir ver-
ið fram, og það er happasælla, að frum-
varpið gangi frá þinginu, heldur en stjórn-
inni.
Jeg vil ekki svara orðum h. fulltrúa
(H. H.) um bankann, þvi að jeg vil ekki
gera stjórninni þær getsakir, að hún vilji
beinlínis skaða landið með því að eyði-
leggja stofnauir þess; það mega þeir gera,
som eru henni handgengnari en jeg.
|>ar sem hann tók það enn upp, að
konungur gæti ekki ónýtt lög, er þingið
hefir samþykkt og landsstjórinn hefir stað-
fest, þá er slíkt ekki rjett að svo miklu
leyti sem iögin stríða á móti stjórnar-
skránni.
Jeg vil ekki fara neinum orðum um
þau persónulegu orð, er hann hafði um
mig. Jeg get eigbúiztvið, að hann meti
mikils framkomu mína í þessu máli, þar
sem hann segir um sína eigin kjósendur,
að það megi snúa þeim eins og hjóli.
J>essi orð eru töluð í heyranda hljóði, svo
að jeg vona að þau komi til eyrna þeim.
En ef þeir eru hjól, þá óska jeg að þeir
velti af sjer öllum áhrifum þeirra, sem
ætla sjer að hafa þá að fótaskör til þess
að komast upp í faðminn á stjórninni.
Jön ólafsson alþingism.: 33. gr. seg-
ir: »Enga skatta nje tolla má innlieimta
fyr en fjárlög fyrir það tímabil eru sam-
þykkt af alþingi og hafa öðlazt staðfest-
ingu.« J>etta er skýrt og ljóst. Og þó
að hitt kynni vera rjett, að landssjóður
verði dæmdur til að útborga lögákveðin
gjöld, þá samt, þegár ekki má innheimta
skatta eða tolla, mun fljótt koma fjara í
hann og ekkert verða eptir í honum. En
þar sem ekkert er, hefir keisarinn misst
sinn rjett.
Jeg hefi ekki talað hjer í dag til þess
að móðga hr. H. H., en mig særir það
að sjá, hvernig menn, sem eru af sama
bergi brotnir, geta tekið í það mál, sem er
aðalgrundvöllur allra framfara í landinu.
— Enn höfðu nokkrir heðið sjer hljóðs;