Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Blaðsíða 20
20
með sampyklri alþingis, hversu nærri
sem þau gengju almennu frelsi og mann-
rjettindum, og hve kínversk og útúrhor-
ingsleg sem þau væru.
Hinn háttvirti fulltrúi Suður-Múlasýslu
(P. P.) sagði, að aðalástæðan til að halda
hiklaust áfram væri sú, að þurfa ekki allt
af að vera að eyða fje til árangurslausra
tilrauna. Hver biður menn að eyða fje
til árangurslausra tilraun ? J>að er ein-
mitt það skynsamlega, að reyna að fara
þannig í rnálið, að tilraunirnar verði eigi
árangurslausar. Meðfulltrúi minn (]). G.)
kvað mig hafa skakka skoðun á vilja kjós-
enda minna, en þessar röksemdir sem
hann tilfærði sanna alls ekkert. Jeg játa
fullkomlega, að fylgjendur stjórnarskrár-
hreytingarinnar eru þeir einu, sem hafa
haft nokkra »agitation« eða haft nokkrar
klær úti, til þess að safna mönnum og fá
atkvæði. En það er allt of kunnugt, að
alþýða hefir enga fasta skoðun um þetta
mál. Flestir eru því allsendis ókunnir;
fjöldinn er eins og stjórnlaust seglskip á
sjó, sem rekst eptir því, sem vindurinn
blæs, og hjer hefir enginn blástur verið
nema um stjórnarskrárendurskoðun. Peir,
sem safnað er á pólitiska fundi, eru þeirra
atkvæðamenn, sem safna þeim, og þegar
engir hafa »agiterað« nema stjórnarskrár-
endurskoðendur, þá er svo sem auðsætt,
að fundirnir gefa þeim meðhald, án þess
slíkt sje nein sönnun fyrir sannarlegri
skoðun almennings. Auk þess eru öll
blöðin á einu bandi, og mótskoðanir hafa
eigi getað komizt fram. Alþýða hræðist
blöðin og þorir eigi að baka sjer ámæli
þeirra. Af því það er eigi nema annar
málspartur, sem hefir talað um fyrir al-
þýðu, hefir heldur eigi þessi Júngvalla-
fundur neitt sönnunargildi um þjóðviljann,
og jeg efast eigi um, að ef mótstöðumenn
hinnar nýju endurskoðuðu stjórnarskrár
mynduðu flokk, og töluðu um fyrir mönn-
um í ræðum og ritum, þá mundu þeir
þegar; með einu skynsömu orði, fá á sitt
mál jafnvel marga af þeim, sem nú telj-
ast meiri hluta menn og fljóta með straumn-
um.
Benidikt Sveinsson alþingism. : Jeg
hugði, að jeg þyrfti eigi að tala meir í
þessu máli, en jeg sje, að jeg er neyddur
til þess, af því að jeg sje, að alþingism.
Jón Ólafsson og h. fulltrúi Kjósar- og Gull-
bringusýslu (H. H.) hafa algjörlega mis-
skilið orð mín og byggt á þessu mikið
marbendilsmíði, sem þeir svo hafa verið
að berjast við að brjóta niður. það er
einkum tvö atriði, sem jeg er neyddur til
að minnast á. Annað atriðið snertir skiln-
ing á einni grein í hinni endurskoðuðu
stjórnarskrá, sem þeir segja að veiti þing-
inu heimild til að gera alla stjórn ómögu-
lega með því að neita fjárlögunum. þessu
neita jeg. En þar með hefi jeg eigi sagt,
að allt af mætti innkrefja alla lögboðna
skatta og tolla, eins og h. fulltrúi Gullbr,-
og, Kjósars. (H. H.) sagði. Slíkt hefir
mjer ekki til hugar komið, og öll gífur-
yrði hans út af þessu eru alveg töluð út
í loptið, að jeg ekki segi »til að slá sandi
í augu fólks«, eins og honum fórust orð
um mig. En hitt hefi jeg sagt, að lög-
boðin gjöld mætti greiða af höndum. J>að
má greiða gjöld landsins til skóla, em-
bættismanna o. s. frv., ef þau eru lögboð-
in, því að annars má fara í mál og fá
landssjóðinn dæmdan til að greiða gjöldin,
svo framarlega sem nokkurt fje er til í
honum ; en að jafnaði er eitthvað fje í
honum, bæði það sem er fyrirliggjandi og
það, sem greitt er í hann, án þess að það
sje innheimt, eða án þess að það heim-
færist undir skatia og tolla. Jeg vonast
því til, að hinir heiðruðu herrar játi, að
þeir hafi ekki rjett að mæla, er þeir segja,
að þingið geti með því að neita fjárlögun-
um gert alla stjórn ómögulega. J>ótt þing-
ið hafi neitað fjárlögum, þá getur stjórnin
haft töluvert ráðrúm ; hún getur leyst
þingið upp, ef til vill optar en einu sinni,
og þannig skotið máli sínu til þjóðarinn-