Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Blaðsíða 19

Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Blaðsíða 19
19 kitla ögn í bráðina, svo mann langar til að sópa framan úr sjer, en þegar maður er kominn út úr mýbitinu, ber maður pess engar menjar, og allt ergleyint. Eins er með ræðu hins háttvirta þingmanns; jeg man svo sem ekkert af benni, en hef að eins óljósa endurminning um orðasveim. Sumt skildi jeg ekki, og sumstaðar skildi jeg ekki að þingmaðurinn skyldi í alvöru geta látið sjer slíkt um munn fara. Sumt af hinu fráleitasta hefur aiþingismaður Suður-Múlasýslu (J. öl.) þegar hrakið. Hann hefur sýnt þann drengskap, að taka svari mínu, þótt jeg sje mótstöðumaður hans, og kann jeg honum þakkir fyrir það, þótt jeg að vísu mundi hafa getað svarað því sjálfur, því þessi atriði, sem hann hefur hrakið, voru einmitt það einasta úr ræðu þingmannsins (B. Sv.), sem jeg teiknaði hjá mjer til svars. En úr því hann hefur svarað svo vel, þarf jeg ekki við það að bæta. Júngmaður Eyfirðinga álasaði mjer fyrir það, að jeg skyldi koma fram með annað eins og ávarpsleiðina. Jeg hef aldrei sagt, að mjer þætti hún svo sjerlega glæsileg; en jeg hef sagt, að hún hjeldi endurskoðunarmáiinu vakandi meðan beðið er betri tíma, meðal annars til þess að safna fje í landssjóðinn, til þess að hafa fyrir hendi til stjórnarbar- áttu, ef til kemur. Hann lagði mjer ríkt á hjarta, hvort jeg hefði hugsað um,. hvort aukaþingin yrðu færri, ef stjórnin kæmi með frumvarpið. Jeg fæ ekki bet- ur sjeð, en að aukaþing yrðu jafnmörg, hvort sem stjórnarskrárfrumvarpið yrði samþykkt eptir tillögu stjórnar eða þings, enda var ekki ávarpsleiðin upp fundin til þess, að koma í veg fyrir aukaþing, held- ur sem miðlunarvegur í málinu. Hinum háttvirta þingmanni (B. Sv.) fjell mjög illa orðið Hýðveldi með grímu« um hið nýja stjórnarskrárfrumvarp, en það gekk ver að hrekja það. J>að sem jeg sagði um fjárlaganeitanir stendur óhaggað. |>að nær engri átt, sem þingmaðurinn j sagði, að það mætti allt af innkrefja alla lögboðna skatta og tolla, þó að frumvarp- ið segi skýrt; »Enga skatta eða tolla má innheimta fyr en fjárlögin fyrir það tíma- bil eru samþykkt af alþingi o. s. frv.«, því að allir skattar og tollar eru lögboðn- ir. Að bera slíkt fram og vitna um það til Englands er sannarlega að slá sandi í augun á alþýðu, og yfir höfuð allar þess- ar röngu eða hálfröngu tilvitnanir í enskt og ameríkanskt fyrirkomulag, sem alþýða veit ekkert um og trúir þess vegna blint, eru sannarlega ijettvægar röksemdir. prátt fyrir allt hafði jeg þó gaman af að heyra til hins háttvirta þingmanns (B. Sv.); leikara-»talent« hans kom svo skýrt fram, að hann var skemmtilegur. En fyrir al- varlegan »politiker« finnst mjer þó sæmi- legra, að við hafa sannar og rjettar rök- semdir, en trúða-íþróttir og þessháttar, hve fimlegar sem þær eru. Gagnvart þingmanni Suður-Múlasýslu (J. Ól.) skal jeg taka fram, að það gleð- ur mig, að við erum sammála um flest einstök atriði. J>að er þá að eins álykt- anin af hinum einstöku atriðum, sjálf að- alstefnan, sem okkur greinir á um, þar sem hann vill þegar framfylgja stjórnar- breytingu, en jeg vil bíða eptir góðu tæki- færi og betri undirbúningi, en ekki í bráð- ina stofna oss í baráttu, sem getur orðið mjög hættuleg fyrir fjárhag vorn og með- al annars eyðilagt banka vorn. Viðvíkj- andi því frumvarpi, sem farið er fram á, bæti jeg því að eins við, að það er stór- mikið og varhugavert atriði, að konungi er enginn kostur gefinn á því, að nema aptur úr gildi lög, sem landsstjóri hefur staðfest frá þinginu, eins og t. d. í Canada. J>að er eitt með öðru það sem ásamt fjárlaga- neituninni gjörir fyrirkomulagið alveg að »repúblik«. Hvað svo sem þingið býr til, og landstjóri af ráðgjöfum sínum er knúður til að undirskrifa, er lög, og konungur getur ekki numið það úr gildi. J>eim lögum getur ekki orðið breytt aptur, nema 3*

x

Þingvallafundartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þingvallafundartíðindi
https://timarit.is/publication/135

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.