Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Blaðsíða 22

Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Blaðsíða 22
22 en með því að kvöld var komið, óskuðu 13 fulltrúar skriflega, að umræðunum væri hætt að sinni, og var pað samþykkt með öllum porra atkvæða. pá var uppástungan um að setja 7 manna nefnd í málið borin undir atkvæði og sam- pykkt með öllum porra atkvæða. J>essir hlutu kosningu: Skúli Thoroddsen með 21 atkv. Páll prestur Pálsson — 18 — Jón prestur Steingrímsson — 15 — Pjetur Jónsson — 14 — Jón prófastur Jónsson — 13 — Páll bóndi Pálsson — 12 — Andrjes Fjeldsted — 11 — II. Búseta fastakanpmanna á íslandi. Flutningsmaðar (Shíili Thoroddsen): |>etta er ákaflega pýðingarmikið mál. Mest- urhluti íslenzku verzlunarinnar erí höndum danskra kaupmanna, sem búa í Danmörku, en liafa hjer í seli, og draga til sín allan ágóðann af verzluninni út úr landinu. J>eir hafa engan áhuga fyrir viðreisn pessa lands eða velvegnun landsmanna. Island á enga verzlunarstjett. Yerzlun landsins hefir auðvitað skánað mikið við verzlunar- lögin 15. apr. 1854, og nokkrir innlendir kaupmenn risið upp, sömuleiðis kaupfjelög komizt á fót, sem gera mönnum hægra fyrir að fá vörur með vægu verði, en petta bætir pó ekki úr öðrum höfnðgallanum á verzluninni,—petta dregur ekki verzlunar- arðinn inn í landið. |>að parf ekki að fjölyrða um pað, hve mikla hagsmuni pað hefði í för með sjer, ef verzlunarstjettin yrði innlend, á ýmsan hátt, með pví að ráðast í ýms fyrirtæki, veita mönnum at- vinnu, inna af hendi opinber gjöld o. s. frv. Fundurinn ætti pví að skora á alpingi að búa til og sampykkja lög, er banni fastakaupmönnum búsetu erlendis. Friðhjórn Steinsson : Jeg vil mikillega styðja tillögu pessa. Eitthvað parf að gera í pessu máli. Verzlunarfjelögin hin fyrri gerðu stórmikið gagn og voru nauðsynleg pá, t. d. Gránufjelagið, hvað svo sem segja má um pað nú. Menn kunna nú að segja, að íslendingar sjeu ekki svo efnum búnir eða pví vaxnir, að peir geti komið á fót innlendri verzlunarstjett, en peir mundu pá láta nauðsynjavörurnar sitja fyrir, en óparfavörurnar sitja á hakanum. Atkvœðagr.: Tillaga flutningsmanns sampykkt í einu hljóði, svolátandi: Fundurinn skorar á alþingi að semja og samþyhhja lagajrumvarp, er geri fasta- haupmönnum á Islandi að shyldu að vera búsettir hjer á landi. III. Kvennfrelsismálið. Ilutningsm. (.Shúli Thoroddsen): Jeg hef fengið áskorun frá liðlega 70 konum í ísafjarðarsýslu til að bera fram tillög- ur um aukin rjettindi kvenna, sem jeg skoða að sje mjög áríðandi fyrir alla hina íslenzku pjóð. (Eulltrúinn las upp áskorunina). Kvennfrelsismálið er skammt á veg kom- ið hjer á landi, en fyrir framgang máls- ins er nauðsynlegt að konurnar sjálfar hugsi um, hvernig pær geti öðlazt jafn- rjetti við karlmenn; petta á sjer stað um pær konur, sem undir pessa áskorun hafa skrifað, og pví er pað sjerstök hvöt fyrir oss til að veita máli pessu góðan byr. Sumir ætla að vísu, að konur missi hið kvennlega, blíða og ástúðlega við að fá rjettindin; en petta er ekki fremur rjett 1 pessu máli en öðrum. Rjettindin, frelsið, skemma ekki hið náttúrlega eðli, heldur hefja pað á fullkomnara stig. Konur hafa ekki sjereign. J>ótt pær hafi miklar eig- ur, pegar pær giptast, getur maður peirra sóað peim pegar í stað eða látið pað upp í skuldir. J>etta eru ekki rjettlát eða eðli- leg lög. Sumir nefna hjúskaparsáttmála, en peir hjálpa ekki í reyndinni, pví að

x

Þingvallafundartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þingvallafundartíðindi
https://timarit.is/publication/135

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.