Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Blaðsíða 39

Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Blaðsíða 39
39 ín vilji ganga að þessu, þá verða allir að játa, að pað er þýðingarmikið, að það sje ekki komið mndir blindu atviki, hvort stjórnin getur ónýtt öll mál vor eða ekki, og pví vil jeg leggja pað til, að fundur- inn skori á alpingi að fjölga pjóðkjörnum pingmönnum, eins og jeg hef talað um. Skúli Thoroddsen tók að sjer að hera fram tillögu Benidikts Sveinssonar um að fjölga pingmönnum um 6 menn, og kvað stjórnina hafa haft sem mótbáru, að frum- varp alpingis frá í fyrra raskaði jafnvægi milli deildanna; pessu kvað hann engan hafa neitt á móti, að efri deild væri V* en neðri deild 2 3; hitt væri mest um vert, að breyta hlutfallinu milli hinna konungkjörnu og pjóðkjörnu pingmanna, sem væri óhæíilegt og skaðlegt fyrir landið. Páll Pálsson hóndi gerði pá athuga- semd, að petta myndi purfa að koma inn í sjálft stjórnarskrárfrumvarpið. Skúli Thoroddsen sagði, að ákvæði um petta mætti setja með einföldum lögum, sem vel kynnu að fást sampykkt, pótt stjórnarskrárfrumvarpið ekki næði stað- festingu. Benidikt Sveinsson alpm. fór nokkrum orðum um málið og talaði um afleiðingar af pví, ef hinir konungkjörnu hefðu öll ráð í efri deild. Benedikt Kristjánsson alpm. var mál- inu mjög meðmæltur, og talaði um, hversu pað væri óhæfilegt, að hið blinda atvik, hver forseti yrði eptir hlutkesti, skyldi ríða baggamuninn í mestu velferðarmál- um landsins. Jónas Jónasson gat pess, að sjer væri kunnugt, að hinir konungkjörnu hefðu pað í heitingum, að nota petta blinda atvik til að svæfa stjórnarskrármálið í hvert sinn, er pað kæmi fram í efri deild. Atkvceðagr.: Sampykkt nær í einu hljóði (Jón Einarsson greiddi eigi atkvæði, H. Hafstein var eigi við staddur) svo lát- andi ályktun: Fundurinn skorar á alþingi að sam- þykkja lóg um breyting á 15. gr. stjórn- arskrárinnar, í þá átt, að tekin verði upp 6 ný kjördœmi, svo að i efri deild alþingis sitji framvegis 14 þingmenn og í neðri deildinni 28. XI. Stofuun sjómannaskóla. Skúli Thoroddsen talaði um nauðsyn til pess að hafa sjómannaskóla, pví að sjávarútvegur væri ákaflega mikilsverður atvinnuvegur, sem miðaði til pess að auka framleiðsiu í landinu, og enn fremur ættu siglingar landsmanna að geta orðið pýð- ingarmikil atvinnugrein, en í pessu sem öðru væri pekkingin fyrsta skilyrðið til pess að pessir atvinnuvegir gætu tekið proska, en pá væri nauðsynlegt að stuðla til pess af fremsta megni, að menn gætu átt kost á að afla sjer pekkingar í sigl- ingafræði. En pegar menn hefðu peim á að skipa, sem hefðu fengið pekkingu í pessum fræðigreinum, pá ætti að lögleiða, eins og annarstaðar ætti sjer stað í heim- inum, að enginn mætti vera skipstjóri eða stýrimaður á íslenzku skipi, nema hann væri íslendingur. Fyrir pví kvaðst hann vilja bera fram tillögur um stofnun sjó- mannaskóla, er hann vonaði að fundar- menn myndu vilja sampykkja. Atkvœðagr.: Sampykkt nær í einu hljóði (J. Einarsson og H. Hafstein eigi við staddir) svo látandi ályktun: Fundurinn skorar á alþingi að koma á stofn sjómannaskóla á Islandi. Áskorun frá »j>jóðliði ísleudinga* (í Júngeyjarsýslu), til Júngvallafundar, um almenn samtök til eflingar sjálfsforræði

x

Þingvallafundartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þingvallafundartíðindi
https://timarit.is/publication/135

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.