Öldin - 01.07.1893, Blaðsíða 18
66
ÖLDIN.
fyr ? Faðir þinn hefir unnið stórhag fyrir
föður minn og ríkið. Er hann enn á lífi ?‘‘
„Hann er á lífi og er yðar hátign þakk-
látr fyrir mildi yðar.“
„Mun það vera ?“
Þessi orð hrutu konungi líka eins og
ósjálfrátt fremr en spurning. Inn ungi
maðr fann blóðið hlaupa upp í kinnar sér,
og konungr tók eftir því.
“Faðir þinn og ég vorum einu sinni
sundrþykkir, ” mælti hann og brosti, og leið
eins og lítið ský fyrir augabrýr hans. „En
alt er það nú fyrir löngu gleymt,“ bætti
hann við, „og ég fagna því, að jafn mikils
háttar maðr skuli eiga jaf'n vaskan son.
Þú varst einn inna sjötíu Finna við Demm-
in ?“
,,Já, herra konungr.“
,,Og þú hefir ekki enn verið nefndrtil
frama ?“
„Ofurstinn minn hefir lofað því að
minnast mín.“ „Konungr þinn gleymir
aldrei góðri fylgd. Gústaf Bertila, ég var
einmitt nýbúinn að undirskrifa skipunar-
bréf þitt sem fánasveinn (fendrik). Tak við
Því, og þjóna oss síðan með sóma!“
,,Yðar hátign“—stamaði Bertila.
„Ég hefi enn þá orð að segja þér. Að-
ferð þín í gær var í móti lögskipaninni.“
,,Já, herra.“
„Ég vil að dátar mínir hlýði mér ná-
kvæmlega. Nú hafa menn sagt mér að þú
liafir farið af baki við bröttustu hæðina til
þess að komast því fyr upp á hana.“
„Það er satt, yðar hátign.“
„Og svo hafir þú, meðan hestliðið reið
krókinn, lagt að velli tvo Austrríkismenn
og tekið fyrstu f'allbyssuna“.
Inn ungi maðr kom engu orði upp.
Konungr komst við. „Koin nær ihér,
ungimaðr,“ sagði hann ; „þúskalt nú vita,
að einu sinni í æsku sýndi ég f'öðr þínum
mikinn ójafnað. Skaparinn þekkir iðran
mína og hefir nú gefið mér færi á að bæta
það syninum, sem ég hefi brotið við föðr-
inn. Fyrirliði (lautenant) Bertila, þú ert
hraustr sveinn og göf'ugr og hefir numið
hernaðarlist, enda færðir þú fjóra hestliða
með þér í mína þjónustu. Sem yfirmaðr í
liði mínu ertu nú orðinn jaf'nburða aðals-
mönnunum. En til þess að enginn af fyr-
irliðum mínum, hversu ættgöfugr sem
hann kann að vera, skuli kalla þig bónda-
soninn, óæðri sér, vil ég gefa þér naf'n,
skjaldarmerki og riddarakross. Far nú,
ungi maðr, far sonr minn,“ mælti konungr
og viknaði kynlega, ,,og sýn þigmaklegan
hylli konungs þíns.“
„Til dauðans,“ svaraði hinn og varð
svo yfirkominn af' tilfinningum sínum, að
hann föll á bæði kné fyrir konungi.
Konungr stóð þá upp, og sú geðshrær-
ing, sem snöggvast hafði brugðið fyrir á
hans tígulegu og fríðu ásjónu, hvarf óðara
fyrir konungs svipnum og hershöfðingja
yfirbragðinu. Bertila sá að samræðan
myndi vera á enda.
Samt sem áðr beið hann áknjúnum og
rétti konungi bréf, sem hann fram að þess-
um morgni 'haf'ði borið saumað við kufí
sinn.
„Virðist að lesabréfþctta, herra. Þeg-
ar ég lagði af stað í leiðangrinn og kvaddi
foðr minn, fékk hann mér það og sagði:
“Son minn, gakk nú, og leitast þú við að
vinna hylli konungsins fyrir hugprýði og
trúleik. Og berir þú gæfu til að ávinna
hana fyrir þinn eigin verðleik og ekki sak-
ir f'öðr þíns eingöngu, þá skaltu f'á honum
bréf' þetta og seg honum að það sé erfða-
skrá mín. Ið mikla konungshjarta mun
skilja livað ég segi’.”
Konungr tók við brétínu og braut það
upp og las. Á svip hans sást, að hann
komst allmikið við, þótt hann leyndi því.
Inn fljótlegi dimmroði, sem of't á seinni ár-
um lians var ið eina ytra mark um geð-
breytingar þeirrar sálar, er svo kunni að
stilla sig, steig nú eins og skýflóki upp á
enni hans og gerði það purpurarautt, en
hvarf af'tr þegar í næstu svipan. Þegar
er hann haf'ði lesið alt bréfið, hvíldi hann
augun um stund á svip ins fríða, glóhærða
unglings, sem enn þá kraup við fætr hans,