Öldin - 01.07.1893, Side 19
ÖLDIN.
G7
„Statta upp,“ mælti hann loks. Bertila
stóð upp.
„Þekkir þú efni bréfs þessa ?“
„Nei, herra konungr."
Konungr leit fast á hann, og var sem
honum litist vel á inn hreina svip ung-
mennisins, er har vott um sannleikann.
„Ungi maðr, faðir þinn er manna ein-
rænastr. Hann heíir hatast við aðalinn
síðan á dögum Kylfustirjaldarinnar, en þá
háði hann oftlega harða þraut í hroddi
bændalíðsins, og einkum þá er Flemmings
hestliðið hauð sér sjálft heim á búgarði
hans. Hann fyrirbýðr þér að þiggja
nokkru sinni aðalsnafnbót eða skjöld, og
leggr við föðrbölvan sína, of þú hlýðir
ekki.“
Bertila svaraði engu. Eldingu úr
heiðu lofti hafði lostið yfir hans ungu ham-
ingju, og allir hans metnaðardraumar um
skjaldarmerkið og gullsporana voru svip-
lega að engu orðnir,
„Vilja föðursins verða menn að hlýða,“
mælti konungr. „Það aðalsnafn, sem ég
hafði ætlað þér, máttu ekki bera. En vertu
ókvíðinn, ungi maðr, þú heldr sverði þínu
og fyrirliðafremd þinni; með þessu og
hraustum armlegg, mun frægðarleiðin þér
ávalt opin standa.“
Að því búnu benti konungr, og inn
ungi maðr gekk leiðar sinnar, heldr en
ekki ýmis-hugsi.
III.
JUNGFRÖIN ReGINA.
Svalan dag, er degi hallaði í Októ-
bermán. árið 1731, þremr. eða fjórum
vikum eftir bardagann við Breitenfeld,
sat uppi í turnherbergi einu í höllinni
í Vurzborg hin fagra Regína af Em-
meriz, systurdóttir byskupsins, ftsamt
nokkrum þernum sínum, og var hún
að sauma mynd Maríu meyjar á hvít-
an silkifána, er hún vildi gefa setuliði
kastalans sem sigrmerki,
In unga mær ræddi með fullri
einurð, því að dólgrinn í kastalahöllinni,
inn fégjarni byskup, var nýlega burtu
farinn, og kvaðst mundi fara í sýslu sína,
en í raun réttri vildi hann flýja hersveitir
Gústafs Adolfs, sem óðum núlguðust bæj-
inn. Var hann hræddr um fjárhirzlur
sinar og hafði falið inum hrausta hestliðs-
foringja Keller, með 1500 manna, gæzlu
staðarins og hallarinnar; Keller treysti
inni öruggu afstöðu kastalans við ána
Main, og hafði fullyrt við inn virðulega
byskup, að fyr skyldi trúarvillukongr-
inn brjóta hausskel s?na við þessa múr-
veggi, en nokkr maðr af hans óguðlegu
förunautum lcæmist inn fyrir þá.
In fríða Regína var tæplega 16 ára
gömul, hafði hrafnsvarta lokka, rjóða
vanga eins og morgunroðinn, augu dimm-
blá, djúp og leiftrandi, svo sem stjörnur
tvær, er speglast um miðnætti í afskektu
stöðuvatni. Hún var augasteinn ins aldr-
aða byskups, og var liann eins ófús á að
eftirskilja hana í kastalanum sem fjársjóðu
sína, en Keller hafði staðhæft, að á slík-
um óróatímum væri fastir múrveggir, al-
skipaðir fallbyssum, öruggust vörn fyrir
fagrar konur, enda var Keller sæmdar-'
og trúleika riddari. Kaus hann heldr að
verða til undir rústum kastalans, en gefast
upp, meðan hann hefði slíkan dýrgrip að
geyma.
.Tungfrúin lauk sínum dimmbláu aug-
um up}> frá saumunum og leit út um inn
litla turnglugga og yflr fljótið, og kom
auga á einstakan vagn, sem nokkrir ridd-
arar fylgdu, og var á leiðinni yfir brúna
milli bæjarins og hallarinnar. „Hver
mundi þar vera á ferð,“ sagði hún, og
rendi dreymandi augum, sem sjaldan
mændu á aðra hluti, en á ið fagra líkneski
Maríu úr marmarasteini í bænaherbergi
hennar. „Æ !“ sagði Katrín, yngsta og
málgefnasta þernan, ,,æ, þú heilaga jung-
frú, er það samt ekki gaman að lifa á ó-
friðarárum ? Á hverjum degi koma ný
og ný andlit, státnir riddarar og röskvir