Öldin - 01.07.1893, Síða 25

Öldin - 01.07.1893, Síða 25
ÖLDIN. 73 Maríumyndinni og huldi Regínu í ryki og rusli. Burtu höðan ! nú sjiið þér sjálf,“ æpti greifinn. ,,Förum, förum!“ sögðu þern- urnar utan við sig a.f hræðslu. En Regina varð einungis snöggvast forviða, en kom óðara til sjálfs sín aftr, laut niðr, reistiupp myndina og sagði örugg: „Þeir orka engu í móti inni heilögu jómfrú.11 Hún sagði ekki satt. Sú heilaga mær var komin í fjóra parta. Um varir greif- ans lék vantrúar-háðhros og leiddi liann nú mótstöðulaust frændkonu sína, sem ekki leizt lengr á hlikuna, út úr þessu voða- herbergi. Meðan á þessu gekk í turninum, hafði Keller tekið ráð sín saman til varnar kast- alanum. Hann gat ekki varnað Svíum að komast yfir fljótið, en hvert fótmál, sem þeir stigu nær höllinni, leiddi þá líka nær fallhyssunum. Þær þyntu ógrlega her- sveitir inna hraustu drengja. Liðlangan þann dag gátu Sbíar engu áorkað. Hieronymus var á ferli aftr og fram á múrveggjunum með munkum sínum, sem stöktu vígðu vatni yfir fallhyssurnar og gerðu krossmark yfir hyssulásunum. Dóróþea gamla hafði hvíslað einhverju í eyra honum og öllu lians athygli var úr því beint að einum og sama stað, þar sem menn höfðu séð ina tvo menn með gulu pansarana. Inn verðugi faðir tók nú sjálfr að hysa við eitthvert þyngsta báknið og miða því á nefndan stað, en óðara en hann hleypti af skotinu, féll hann á knó og las fjórum sinnum Pater noster og fjögur Maríu-vers með. Síðan hlunkaði stórskot- ið, en ekki gat munkrinn sóð hvar það liefði við komið; riddararnir sýndust standa kyrrir í sömu sporum og fyr, þegar reykrinn sveif frá. Hugsaði nú séra Hiero- nymus að fjórum sinnum mvndi ekki hafa vcrið nóg, og las nú átt:i sinnum ið sama og áðr og hleypti síðan aftr af. En alt fór á einn veg; kúlurnar virtust krækja fram hjá þessum kjörnu hlótfórnum. Forsjónin hafði ekki enn þá ákvarðað örlagastund Gústafs konungs, og Pehr Brahe var varð- veittr fyrir Finnlands sakir. Hver getr sagt hvað orðið hefði úr sigrvinningum Svía og mentun Finna, hefði morðkúla munksins hitt skotmark sitt ? Pater Hieronymus varð óðr við þetta; hugsaði hann nú að lesa tólf sinnum og freista síðan á nýjan leik, en þá var klapp- að á öxl honum. Það var gamall liðsmaðr er slept hafði verið lausum af Svíum um leið og greifanum af Lichtensteini. „Hættið þér þessum leik,“ mælti maðrinn aðvar- andi. ,,Sá maðr, sem þór viljið hæfa, verðr ekki hæfðr; það ,,lossar“ ekki á hann.“ Hjátrú Jesúítans var meiri en hygg- indi hans, þegar svo vildi til; hann snéri sér við og umlaði í lágum hljóðum : „Þetta mátti mig gruna. Af hverju veiztu, sonr, að ekki „lossar“ áhann?“ spurði hann og lækkaði róminn. „Það heyrði ég í sænsku herbúðunum. Konungrinn her eirhring á hægri handar vísifingri, sem er allr ritaðr bjargrúnum. Hring þann gaf honum galdrakona á Finn- landi, þá er hann var ungr, ogmeðan hann her hann á hendi, hítr hann hvorki blý nö járn, hvorki eldr né vatn.“ „Ekkert má á hann bíta, segirðu ? Ó maledicte Fennones! Því eruð þér mér hvervetna til slysa!“ „Hvorki járn eða hlý má býta hann,“ hvískraði dátinn, „en ef ég mætti koma upp með annað ráð-------“ „Mæl þú, sonr! syndakvittun fær þú nú fyrirfram.“ „Æruverði faðir, ráðið er syndsam- legt.“ „í þjónustu heilags málefnis helgar augnamiðið hvert einasta íneðal, og segðu frá, sonr góðr.“ „Oull af' helgri mynd-----“ „Nei, sonr, nei, slíkt má með engu móti snerta; hefðir þú sagt hníf úr gleri eða nefnt óvenju næma eitrtegund, þá mætti á það líta, en gull af dýrlingi! ekki það sonr sæll; sleppum því, sleppum því.“ Nú var náttmyrkrið dottið á og dags-

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.