Öldin - 01.07.1893, Qupperneq 28

Öldin - 01.07.1893, Qupperneq 28
76 ÖLDIN. lega konung, og hans illu Finna, þá sem í dag og oftsinnis áðr, skæðast allra hafa barizt móti þínu heilaga málefni11. „Amen,“ sagði rödd, og þegar hún leit upp, sá hún Hieronymus standa hjá sér. Útlit hans var ískyggilega alvöru- geflð og gremjuglott lék um hans fölu og þunnu varir. „Veiztu nú, hvers þú beiðist, dóttir sæl.“ „Um sigr fyrir kaþólska trú, en dauða fyrir villumennina." ,,Þú ert ung og hugr manna og kvenna hverflyndr. Muntu hafa þrek til að hata fjandmann trúar þinnar, enda þótt þú einhverju sinni skyldir unna ein- hverjum þeirra sem kona ?“ ,,Það á ég, faðir minn, það á ég vissu- lega.“ ,,Þú ert skriftabam mitt, og ég vil ekki vita af sál þinni í eilífri glötun. Heflr þú hugrekki til að fórnfæra þér, sakir sig- urs ins heilaga málefnis, og ávinna þér um leið lífsins kórónu ?“ ,,Já, faðir minn.“ „Nú vel, vittu þá, að kastalinn verðr ekki yarinn'; ég sé það fyrir, að hann fellr í hendr inna sænsku. Þeir munu gjöra þig að fanga. Þú ert ung og fríð og munt vinna þökka villukonungsins. Þú skalt neyta þess að komast nærri porsónu hans ■ hann mun ekki gruna þig, og gefi þér þá hin heilaga María færi, skaltu-----“ Jésú- munkrinn tók fram silfrróðukrossinn, brá flngrinum á brjóstmyndinni og hljóp þar út morðhnífr svo bjartr og hvass, að af honum lýsti. „Vægð, faðir, þetta hlutverk er hræði- legt.“ „Enga vægð! In heilaga kyrkja heimtar blinda hlýðhi. Perivde ac cadaver, eins og nár, sem engan vilja þekkir. Elsk ar þú guðs móður ?“ ,,Þú vcizt að ég elska hana.“ „Sjá þú: þetta stykki af sinni gullnu skvkkju liefir hún mist í nótt. Það er jar- teikn, sem boðar hennar reiði. Elskar þú einnig mig, dóttir mín ?“ „Eg heiðra yðr meira en nokkrn ann- an, faðir!“ , „Líttu á þetta limlesta höfuð,“ og munkurinn tók af sér skinnhúfuna og beraði stúfana eftir eyrun in afhöggnu, og var.ekki frítt að sjá. „Þannig hafa menn þessa guðlastandi konungs, Finnarnir, leikið vin þinn og skriftafoður. Hikar þú énn við að hefna guðs móður og hefna mín ?f‘ „Hvers beiðist þér af mér, faðir minn ?“ „Heyr mig ! Villukonungrinn ber á hægra vísifingri lítinn hring úr eiri. Þessi hlutr gætir hans við feigð og fári, og þess- um hring skaltu af honum ná leynilega, og flnnist þér armleggr þinn of veikr, þá skaltu kalla mig. Við skulum nísta hans lijarta, þótt það sé drekans hreysti brynjað.“ „Sé þetta vilji inna heilögu: þá gott og vel!“ „Legg þú tvo flngr á þennan kross og vinn þann eið, sem ég fyrir les : Ég vinn eið og sver við þennan kross og alla heilaga, að gjöra og framkvæma það, sem ég nú hefl heitið frammi fyrir líkneski innar heilögu meyjar Maríu. Og rjúfi ég nokkru sinni eið þennan, þá livíli bölvanin yflr mér og minu afkvæmi í sjöunda lið.“ „Ég vinn þess eið, og sver við þennan kross og alla heilaga, að gera og fram- kvæma það, sem ég nú hefl heitið frammí fyrir líkneski innar heilögu meyjar Maríu. Og rjúfl ég nokkru sinni eið þennan, þá hvíli bölvanin yflr mér og mínu afkvæmi í sjöunda lið.“ ,,Fiat vohmtantua, ut imoeles, sic etiam in terra.* Amen !“ Og nætrkyrðin innsiglaði þennan voða- lega eiðstaf, sem með eirhlekkjum batt ó- bomar kynslóðir við kvikulan vilja sextán ára gamallar meyjar. *) Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni,

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.