Öldin - 01.07.1893, Síða 30
78
ÖLDIN.
manna, sem að sóttu. En í réttan tíma
heyrðist kall þeirra Bertels og vopnagnýr-
inn út í vígið. Sótti nú alt sænska liðið
inn til kastalans. Keller og hans lið bjóst
og þegar niðr til að verja innganginn. En
Finnar voru nú komnir á kreik og sóttu
fi’am; komust þeir og skjótt inn í hallar-
garðinn. Þcir Keller vörðust eins ég óðir
væru, og margr hraustr Svíi og Finni féll
þar á hádegisstund sigrsins. Fall þeirra
eggjaði og hvatti aðra fram. Menn tóku
að kalla hátt: „Sömu grið og í Magde-
borg!“ en það óp þýddi vægðarlausan
dauða fyrir hvern og einn keisarans mann.
Varð þar ið hroðalegasta mannfall. Margir
munkar tróðust inn í þröngina sakir trúar-
ofsans, sumir með blys en sumir með vopn
í höndum. Flestir voru brytjaðir niðr, en
aðrir köstuðu sér niðr sjálfir og létust dauð-
ir vera. Tók nú óðum að birta yfir dráps-
æði þessu og valköstum.
Þá hljóþ fram Lénharðr Þorsteinsson
(Lennart Torstenson) og þreif höndum inn
óða Keller, gaf honum grið, og bjargaði
honum undan æði liðsmannanna. Þeir, sem
þá .oruálífi eftir af liði keisarans, köstuðu
vopnunum og var þá kastalinn unninn.
V.
JÚDIT OG HOLÓFERNES.
Þegar sólarinnar fyrstu árgeislar léku
sér á öldum Main-fljótsins, var kastalinn
Maríuborg á valdi Svía. Konungr reið þá
inn í hallarforgarðinn, sem fullr var af
dauðum mönnum; fundust þar í valnum
yfir 20 rnunkar. Konungi sýndist sem
sumir þeirra, sem þar lágu fallnir, væri
heldr fjörlegir í kinnum, og liallaði liátt:
„Standið upp! Ekkert iit skal yðr gert
verða.“ Óðara spruttu þar á fætr margir,
er menn hugðu steindauða, heilir og kátir,
og vottuðu þakkir sínar inum göfuglynda,
villukonungi.
Kastalinn var unninn með áhiaupi, og
varð því að leyfa liðsmönnunum að ræna
hann. Fengu menn þar ið mesta ógrynni
herfangs í silfri og gulli, vopnum og alls
konar góðum gripum. Konungr hélt sjálfr
vopnabúrinu, er í var alvæpni 7000 fót-
gönguliðs og 4000 hestliða, 48 fallbyssur
4 skothylki, þau er mörsar heita; enn
fremr hesthús kastalans með ið bezta gæð-
ingaval, svo og kjallarann, fullan dýrind-
is víni. Bókhlaðan var send að gjöf Upp-
sala-háskóla. Dýrlinga-líkneskin hlaut rík-
isfjárhirzlan. Þó að margir menn í staðn-
um fengi aftr eignir þær, er þeir liöfðu
flutt upp í kastalann, varð hlutskifti liðs-
mannanna svo mikið, að þeir mældu silfrið
í höttum sínum. Loksins var Keller neyddr
til að segja til fjársjóða byskupsins ; fund-
ust þeir undir hvelflngu einni niðri í her-
bergi því, er lá undir kjallara kastalans.
Fryxel, inn sænski sagnaritari, segir svo
frá, að þegar liðsmennirnir voru að bera in
þungu peningaskrín upp úr jarðhúsinu,
hafl botninn dottið úr einu þeirra, og gull-
dalirnir oltið um alt gólfið í forgarðinum.
IIlupu þá dátarnir að og týndu þar hver
upp það er hann náði, sendu konungi lítið
eitt af yfirvarpi, en stungu mestu gullinu í
sína vasa. Gústaf konungr tók eftir því
og sagði brosandi: „Sleppum því, piltar ;
úr því það er nú komið í ykkar hendr, þá
eigið þið það.“
Svo var herfangið ríkulegt, að varla
var nokkr sá liðsmaðr til í öllum sænska
heruurn, að ekki fengi nýjan alklæðnað. í
herbúðunum fékst heil kýr fyrir eina krónu,
en sauðr fyrir fáeina aura; og svo segir
Salvius inn lærði: „Finnarnir okkar
hérna eru nú orðnir hagvanir suðr í vín-
landinu góða, og hverfa víst eigi fyrst um
sinn heim í Savolax aftr. I hernaðiuum á
Líflandi urðu þeir að sætta sig við vatn og
myglað brauð með öljukki, en nú hrærir
okkar mörlandi sér kaldan graut í storm-
húfu sinni úr víni og hveitibrauði.“
Meðal inna herteknu var greifinn af
Lichenstein og jungfrú Kegiua. Skipaði
konungr að þeiin báðum skyldi sýnd full
virðiug og vorkunsemi; bauð hann jung-