Fylkir - 01.08.1916, Side 2
2
FYLKIR.
mint alþýðu á það, að ísland er ekki, nú sem stendur, neitt ríki eða
þjóðveldi, hvorki óháð né sjálfstætt, heldur aðeins einn hluti af, eða
fylki í, ríki frændþjóðar okkar, Dana, og getur ekki um langa hríð orð-
ið sjálfstætt ríki sökum fólksfæðar né fyrr en hér búa í það minsta
ein millión manns og þjóð þess getur sjálf varið strendur þess og
verndað kaupskip sín og óðul.
Aðaltilgangurinn með þessu riti er hvorki sá, að stofna hér á landi
neinn sérstakann flokk, né að leita sjálfum mér upphefðar og auðs,
það yrði skammgóður vermir, heldur sá að gefa íslandi öflugt málgagn
og gott frœðiblað með líku sniði og verkfrœða og vísindablóð eru er-
lendis, og þar með leiða athygli manna enn betur að þeim fjársjóð-
um og afl-lindum, sem ísland á næstum ónotaðar í skauti sínu, og benda
alþýðu á bezta veginn til að nota þær, svo þær verði ekki útlendum
gróðafálkum að bráð, en hún ætíð upp á erlendar afurðir komin, því
eg er sannfærður um, að ísland, þó bert og næsta gróðurlítið sé nú,
getur enn orðið heimili millióna, sem stunda hér ýmiskonar iðnað
auk kvikfjárræktar og sjóveiða og reka verzlun við Noreg og Kanada;
og eins veit eg vel, að íslenzk tunga, eitt hið fegursta og hreinasta mál
heimsins, getur geymt og verndað kjarna heimsvísinda og mannfræða
og trúar-atriða enn um langan aldur, og orðið sverð og skjöldur þeirra,
sem það kunna til hlítar.
Ennfremur hef eg þá trú, að íslendingar hafi enn nokkra sérstaka
kosti að geyma og nokkur sérkenni, sem vert er að viðhalda; því
við eigum kyn vort að rekja ekki aðeins til héraðshöfðingja og herfor-
ingja í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, heldur til sveitahöfðingja í Vest-
ureyjum og á írlandi, — og þess að auki til ýmsra listamanna frá
suðurlöndum, og frá austurlöndum, og erum því náskyldir öllum ger-
mönskum þjóðum, þar næst Keltum og Slóvenum, og eigum í æðum
ögn af blóði Asíumanna (Mongóla) og Afríkumanna (Hamita). Ressi
alsherjar skyldleiki ætti að gera oss auðveldara að kynna oss hið bezta
í hugsun og lífi annara kynbálka og ávinna oss hylli þeirra, virðingu
og tiltrú.