Fylkir - 01.08.1916, Qupperneq 3
FYLKIR.
3
Pað er áform mitt að gera þetta rit svo vel úr garði sem mér er
framast unt, með því að láta það flytja einarðar og gagnorðar ritgerðir
um aívinnuvegi íslands uppfræðslu og stjórnmál, og þar að auki út-
drátt og útleggingar úr merkum erlendum tímaritum og fræðibókuui
um verkfrœði, heimsvísindi og trúarlíf, og eg treysti því að þessi við-
leitni mín verði virt á betri veg, og að rit þetta fái ekki verri við-
tökur hér á íslandi enn blaðið, Heims-kringla, fékk meðal íslendinga í
Ameríku fyrir næstum 30 árum síðan, en þar gerðist næstum 20. hver
maður kaupandi þess strax og Heims-kringla kom út.
Sökum verðhækkunar á öllum ritföngum, pappír og prentun, getur
rit þetta ekki orðið ádýrara en 75 aura eintakið eða 2 kr. hálft ár, nfl.
3 hefti, eða 3 kr. um árið, fyrr en það hefur um 600 kaupendur, sem
borga það skilvíslega, helzt fyrirfram, né heldur get eg lofað að gefa
það út meira en 6 mánuði, nema því verði mjög vel tekið og fái í það
minsta 600 kaupendur fyrir 15. október þ. á.
Allar pantanir og borganir sendist til mín eða þeirra útsölumanna
er hér verða tilgreindir.
VARNAGLI.
Fái þetta fyrsta hefti svo vondar viðtökur hér á Akureyri og í Eyja-
firði og Hörgárdal, þar sem eg er borinn og barnfæddur, að tekjurn-
ar borgi ekki útgáfukostnaðinn, sem verður alt að 300 krónur, svo er
óvíst eg gefi út meira enn annað hefti til, nema mér komi því betri
hjálparmenn, því ekki vil eg rita mig blindan og setja mig í skuldir,
bara til að segja fáein sannyrði, sem eg veit að margir aðrir geta sagt
eins vel, ef þeir hefðu tíma og kringumstæður til þess, og ekki vil eg
heidur að neinn geri það af meðaumkun eða í guðs-þakka skyni, að
kaupa ritið, Fylkir, bara til að halda mér við líði og frá vergangi, því
einu sinni verð eg að fara »heim« eins og aðrir. Eg vil að fólk kaupi
Fylkir sökum þess, er hann segir, og vegna þess að hann getur sagt
ýmislegt þarft, sem önnur tímarit vilja ekki eða nenna ekki að segja,
og fréttablöðin hafa ekki rúm til að ræða eða skifta sér af, en sem