Fylkir - 01.08.1916, Qupperneq 4
4
FYLKIR.
mörgum manni bæði í bæ og til sveita þætti vænt um, að væri tekið
til umræðu, svo sem:
1. Hvort gerlegt sé að nota vatnsaflið hér á íslandi, einkum hér
í grend við Akureyri, til húshitunar í kaupstöðum og til sveita,
eins og til ljósa og iðju, og hvort menn geti þannig sparað sér
alt að */3 þeirra peninga, sem þeir eyða nú árlega fyrir eldsneyti
og ljósmat, nfl. kringum 10 krónur á mann til jafnaðar, en
150,000 krónur alls hér í Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyjarsýslu ár-
lega, en nálægt millión krónur á öllu íslandi.
2. Hvort ekki væri þarfara og skynsamlegra að verja svo sem 25
til 30 þúsund krónum til að senda unga og efnilega menn
til að læra verkfræði við góðar tekniskar kenslustofnanir, (há-
skóla) erlendis, svo að þeir geti orðið færir um að byggja raf-
aflstöðvar hér norðan lands og sunnan, þar sem vatnsafl er mikið
og auðfengið til húsornunar, iðnaðar og Ijósa, svo fljótt sem fólk
er búið að afráða hvað gera skuli og hefir safnað fénu til þess.
3. Hvernig tryggja skuli almenningi af öllum stéttum arð og afnot
af helztu námum og afl-lindum landsins með því að gera þær að
þjóðareign, án þess þó að skerða rétt notenda til grasnytja og
veiða né án sanngjarnrar borgunar fyrir námurnar og fyrir ónæði
og umstang, sem notkun aflsins í ám og fljótum hefur í för með sér.
4. Hvort ekki verði affarabetra fyrir þjóðfélagið að hafna öllum
kynjasögum og allri hjátrú sem allra fyrst, eins og eitrandi drykkj-
um, og í stað þesskonar skemtana halda forspjöll vísindalegs,
sögulegs og siðferðisiegs efnis.
5. Hvernig eigi að takmarka eða afmá auðvald, vopnavald og óhóf,
og forða mannkyninu frá nýrri undirokun, nýrri eymd og nýum
umbyltingum.
6. Hverjar séu aðalorsakir yfirstandandi Norðurálfu ófriðar og hverjar
verði fyrstu afleiðingar hans, er honum lyktar, segjum að einu
ári liðnu, og hvað íslendingar ættu að gera til að sporna við
útbreiðslu þeirra hér.
7. Hvaða fræðibækur helztu bókasöfn landsins þurfi að eignast.